Hús í Hæstakaupstað og öðrum kaupstöðum á Ísafirði

Á miðri Skutulsfjarðareyri, er svonefndur Hæstikaupstaður.  Þar reistu Björgvinjarmenn frá Noregi samtal 8 hús á árunum 1788-1791.  Af þessum átta húsum stendur aðeins eitt eftir, en það er íbúðarhús verslunarstjórans, eða Faktorshúsið, sem var reist árið 1788.

Annað hús, sem er kennt við Hæstakaupstað er Sölubúðin, hin yngri, byggð árið 1873, en þá var gamla sölubúðin, frá tíma Björgvinjarmanna, reist 1788, rifin til grunna.

Síðar voru önnur Hæstakaupstaðarhús rifin, síðast Naustið, reist 1788 sem var rifið á fyrri hluta 20.aldar.

Hæstikaupstaður ca 1890

Hæstikaupstaður ca 1890, frá vinstri Sölubúðin (1873), Naustið (1788) og Faktorshúsið (1788). 

Á mynd(um) af húsunum frá því um 1920 sést áletrun á Suður-gafli Faktorshússins, en þar stóð: "Hæstikaupstaðurinn", sem var heiti á fyrirtækinu sem var þá starfrækt "í Hæsta". 

Hæstikaupstaður ca 1910

Hæstikaupstaður ca 1920, á gafli Faktorshússins, hægra megin á myndinni, er áletrað: Hæstikaupstaðurinn.

Ísfirðingar hafa á seinni árum kallað Sölubúðina "Hæstakaupstaðarhús", en ef annað húsið á að vera kennt við Hæstakaupstað með ákveðnum greini, er það að sjálfsögðu eldra húsið, þ.e. Faktorshúsið.

Í Hæstakaupstað standa "Hæstakaupstaðarhúsin, Faktorshúsið og Sölubúðin (verslunarhúsið).

P1012673 Hæsti 17 maí 2008 smækkuð

Hæstikaupstaður 17.maí 2008: t.v. Sölubúðin t.h. Faktorshúsið.

Undirrituð hefur kynnt sér vel sögu Hæstakaupstaðar og safnað að sér miklu efni henni tengdu. Fram á síðasta áratug 20.aldar var Faktorshúsið ýmist nefnt skv. götuheiti og húsnúmeri, eða "Hæstakaupstaðarhúsið".  Þegar þar var komið sögu var hafist handa við að hefja bygginguna til vegs og virðingar, þá var "burstað rykið" af upphaflegu skilgreiningunni, þ.e. Faktorshús(ið) (í Hæstakaupstað).

Hæstakaupstað 26 október 2008 002 smækkuð

Til vinstri: Sölubúðin, til hægri: Faktorshúsið, í Hæstakaupstað, október 2008.

 

P1012965 Hæsti 17 júní 2009 smækkuð

Hæstakaupstað - við Austurvöll á Ísafirði, 17.júní 2008.

Við þetta "risu upp raddir" sem vildu meina að þá væri verið að "stela nafninu af Faktorshúsinu í Neðstakaupstað", sem er að sjálfsögðu alveg út í hött.  Þarna er um sitthvorn "kaupstaðinn" að ræða, að auki var Faktor(shús) í Miðkaupstað, en hann er yngstur hinna þriggja kaupstaða á Ísafirði. 

Í Neðstakaupstað eru húsin nefnd eftir því sem "sagan hermir", þ.e. Faktorshús, Krambúð, Turnhús (á því er reyndar turn Wink) og Tjöruhús.  Þau hús voru reist á tímabili Einokunarverslunar á Íslandi.

 Ísaf fyrri helmingi febrúar 2010 Neðstakaupstað 061 smækkuð

Neðstikaupstaður á Ísafirði, frá vinstri: Turnhúsið Krambúðin,Tjöruhúsið og Faktorshúsið.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa flottu samantekt Áslaug mín.  Þú er hafsjóður af fróðleik um Ísafjörð og gömlu húsin,  enda áttu þinn góða þátt í viðreisn þeirra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2010 kl. 11:40

2 Smámynd: Faktor

Mín er ángægjan, Ásthildur mín, takk fyrir falleg orð í minn garð

Faktor, 5.3.2010 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband