Hann var tíður gestur á æskuheimli mínu.

Þorvaldur Garðar Kristjánsson og eiginkona hans heitin, Elísabet Kvaran, komu oft á æskuheimili mitt. Þau voru alltaf mjög góð við mig.

http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=610

Í æsku var hann eitt af börnunum í Hrauni á Ingjaldssandi, hjá langafa mínum og langömmu, Bernharði Jónssyni og Sigríði Finnsdóttur.

Árið 1999 var gefið út Niðjatal um "Hraunsættina" á Ingjaldssandi, í tengslum við niðjamót sem haldið var að Núpi í Dýrafirði.  Þar birtist fróðleg frásögn, eftir Þorvald Garðar um "Hraunsárin" hans.

Þar rakti hann m.a. tildrög þess að hann fór með langafa að Hrauni, frá Flateyri, þegar Þorvaldur var aðeins þriggja ára að aldri.  Þorvaldur fæddist í Valþjófsdal, þar sem langafi minn og langamma bjuggu áður.

Blessuð sé minning þeirra hjóna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband