Í framhaldi af síðustu færslu minni, ákvað ég að bæta þessu við. Áskorun frá Garðyrkjufélagi Íslands varðandi Austurvöll á Ísafirði:14. febrúar 2007 |
Áskorun GÍ um varðveisluBlómagarðsins á Ísafirði |
Áskorun GÍ, þess efnis að skora á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að varðveita Blómagarðinn á Austurvelli í sem upprunalegastri mynd sem skrúðgarð fyrir almenning, var tekin fyrir á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í síðustu viku. Í bréfinu segir að það væri mikið menningarslys ef þessi best varðveitti móderníski almenningsgarður landsins eyðilegðist. Við hvetjum Ísfirðinga til að hefja Austurvöll til vegs og virðingar á ný sem aðlaðandi miðbæjargarð með menningarsögulegt gildi fyrir gesti og gangandi. En nokkuð hefur verið tekist á um skipulagsbreytingar á Austurvelli síðustu misseri og var bréfi okkar vísað áfram til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar sem vinnur að endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins.
|
Skrúðgarðar eru menningarverðmæti Síðastliðið sumar varð einn af mörgum skrúðgörðum Ísfirðinga Austurvöllur, 50 ára. Ísafjarðarbær er líklega það bæjarfélag sem á flesta af elstu og merkilegustu skrúðgörðum landsins. Þar er fyrstan að nefna Skrúð á Núpi í Dýrafirði frá 1909, Jónsgarð á Ísafirði frá 1923, Simsonsgarð frá árunum 1920- 1930 og svo Austurvöll frá 1954. Þetta eru menningarverðmæti sem Ísfirðingar verða að gæta vel og ómetanlegt bæði fyrir heimafólk og ferðamenn að hafa geta notið slíkra unaðsreita sem vel hirtir skrúðgarðar eru. Það má geta þess að mikil ferðamennska er tengd garða og náttúruskoðun t.d. í Englandi og mætti vel gera út á þann markað hérlendis. Í fyrra á 50 ára afmæli Austurvallar þegar ég heimsótti garðinn var fátt sem minnti á þessi tímamót í sögu garðsins og þótti mér sárt að sjá þennan miðbæjargarð Ísfirðinga meira og minna í niðurníðslu. (Útdráttur úr grein Samsons B. Harðarsonar, landslagsarkitekts og varaformanns GÍ, Skrúðargarðar eru menningarverðmæti). |
http://gardurinn.is/Default.asp?Sid_Id=16322&tre_rod=005|&tId=2&FRE_ID=51809&Meira=1
Styttan á "gosbrunninum" sem Lionsmenn gáfu fyrir rúmlega fjörutíu árum.
Að kvöldi 17.júní 2009
Á vef Bæjarins besta á Ísafirði í dag:
bb.is | 17.09.2010 | 13:02Aðalskipulagið endurskoðað
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 verði tekið til endurskoðunar. Eins og lög kveða á um þarf bæjarstjórn að taka afstöðu til þess að loknum sveitarstjórnarkosningum hvort taka skuli aðalskipulag til endurskoðunar. Vissulega var gildandi skipulag samþykkt síðastliðið vor og er því ekki orðið gamalt eða úrelt. Engu að síður eru ýmis atriði í skipulaginu sem ástæða er til að gaumgæfa, segir í greinargerð með bókun bæjarstjórnar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
FLott færsla. Ég barðist fyrir því að koma gosbrunninum aftur í gagnið, en hann var eyðilagður sömu nóttina því miður. Svo það var ekki um annað að ræða en gera eitthvað annað. Styttan naut sín aldrei þarna í horninu að norðanverðu, svo ég lét flytja hana þangað sem hún er nú. En við verðum að reyna að koma í veg fyrir að óframsýnt fólk eyðileggji garðinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2010 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.