25.6.2013 | 23:55
Á Riistúninu, Ísafirði 20 árum síðar
25.júní 1993, undirrituðu þessi hjón kaupsamning vegna þessarar fasteignar sem hafði þá verið í eigu Ísafjarðarbæjar í 70 ár.
Þetta er Faktorshúsið í Hæstakaupstað, eða Aðalstræti 42 á Ísafirði.
Húsið er reist af Björgvinjarmönnum frá Noregi árið 1788, en alls reistu þeir 8 hús í Hæstakaupstað, en Faktorshúsið er það eina sem eftir stendur.
Fyrsti Faktorinn var Ernst Heidemann, sem kvæntist Valgerði Pétursdóttur frá Búð í Hnífsdal. Þau fluttust síðar á Snæfellsnes og hófu þar verslun. Valgerður varð ekkja í lok aldarinnar og rak verslunina næstu 5 árin, eða þangað til hún giftist seinni manni sínum. Sonur þeirra var Hans Arreboe Clausen sem síðar eignaðist Hæstakaupstaðarverslunina, bjó í Kaupmannahöfn, en hafði þá verslunarstjóra (Faktora) sem bjuggu í þessu húsi, ásamt fjölskyldum sínum.
Árið 1998 var hafist handa við umfangsmiklar endurbætur á húsinu, í desember 2001 opnuðu eigendur þar kaffihús/veitingastað, en sumarið 2005 (þann 25.júní) lauk formlegum endurbótum á húsinu, en lokaáfanginn sneri að opnun (brúðar)svítunnar/herbergis með sér baði og eldunaraðstöðu.


Mynd af saltfiskreitunum í Hæstakaupstað, sést í Faktorshúsið og girðinguna sunnan við húsið, tekin ca 1930.
Magnús tekinn við Faktorshúsinu í júlí 1993...

Endurbætur við Faktorshúsið í Hæstakaupstað sumarið 1998.



Flokkur: Menning og listir | Breytt 26.6.2013 kl. 00:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.