11.6.2008 | 14:55
Gamla kirkjan á Ísafirði
Þar sem ég og sumir í minni fjölskyldu deilum áhuga á að viðhalda og varðveita gömul hús, þá langar mig að minnast á eitt slíkt atriði.
Það var seinnipart júlímánaðar árið 1987 sem við höfðum selt faseign okkar og fest kaup á annarri.
Fyrri eignin er í næsta nágrenni við Kirkjustaðinn á Eyri í Skutulsfirði. Þar stóð þá kirkjan sem ég fermdist í og margir úr minni fjölskyldu.
Nóttina eftir að við fluttum á nýja heimilið, kviknaði í Ísafjarðarkirkju!
Ég var fegin að vera flutt og verða ekki vör við það sem fram fór.
Það skrítna er að dóttir okkar fór í bíltúr með ömmu sinni og afa um kvöldið og sögðu þau okkur þegar heim var komið að hún hefði talað um brunalykt! Stelpan er og hefur alltaf verið mjög lyktnæm
Ég set hérna með tengingu inn á fréttir af vef Bæjarins besta, þar sem fjallað er um gömlu kirkjuna á Ísafirði:
www.bb.is/?PageID=26&NewsID=21814
www.bb.is/Pages/26?NewsID=13228
www.bb.is/Pages/26?NewsID=57415
Það leið tími þangað til tekin var ákvörðun um að rífa kirkjuna niður, það voru margir ósammála því, enda hafði gengið á ýmsu frá því að bruninn varð og þangað til eitthvað gerðist í málinu.
"Kirkjan" er enn í Skutulsfirði, en hún er ekki mjög reisuleg þar sem hún er staðsett, það má reyndar segja að það sé "frekar lágt á henni risið núna".
Frá því að þessi atburður varð hefur margt verið gert í viðhaldi og varðveislu gamalla húsa. Það hlýtur að mega ræða málin og skoða möguleikana á að endurreisa kirkjuna og finna henni samastað.
Það er reyndar ekki ódýrt að gera upp gömul hús, en það er að mínu mati mun "gáfulegri" kostur en að kaupa fasteign á tugi ef ekki hundruð milljóna, hús sem eru byggð á síðustu áratugum, en ekki nógu "smart" eða "hentug" fyrir einhvera aðila, sem eru þá sennilega að "kaupa staðsetningu" og þá er allt jafnað við jörðu og byrjað upp á nýtt.
Þá vildi ég nú frekar hafa þetta "hús með sál og sögu". Það er eitthvað við þessi gömlu hús...
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.