Bör Börsson í Hæstakaupstað

Ég rakst inn á þessa síðu:.

http://gislihelgason.blog.is/blog/gislihelgason/#entry-564848

Þarna er getið um bók sem var lesin fyrir bekkjarsystkin mín í barnaskólanum.  Ég held að við sem nutum þess upplesturs munum ekki gleyma þessari stórkostlegu sögu.

Fyrir nokkrum árum kom árgangurinn saman og langaði mig þá til að fá einhvern til að lesa úr bókinni.  Það var búið að skipuleggja dagskrá helgarinnar og margt skemmtilegt sem við gerðum, farið var í óvissuferð, rútan stöðvaði á leyndum stað í Ísafjarðarbæ, þar sem biðu okkur gestgjafar og veitingar (bannað að segja hvar Wink). 

Í bakaleiðinni var ákveðið að bæta við óvæntum áningarstað.  Þegar þangað var komið horfði ég yfir hópinn og velti vöngum yfir hver væri nú heppilegasti upplesarinn.  Bókin sem ég hafði eignast einhverjum árum áður beið ólesin og mig langaði að heyra hana lesna!

Þar sem ég fylgdist með skólastystkinunum streyma inn í salinn á efri hæð Faktorshússins í Hæstakaupstað, rann upp fyrir mér ljós!   Auðvitað, þetta lá í augum uppi!  Í hópnum var lærður leikari, enginn annar en Helgi Björnsson, hann hafði hlustað á kennarann á sínum tíma og deildi þessum minningum með stórum hluta af hópnum.  Ég vatt mér að honum og bar upp erindið.  Helgi var þarna að hitta okkur í fyrsta skipti eftir að skólagöngunni lauk, hann brást vel við bóninni.

 ~lwf0000  Helgi viðbúinn kalli frá mér, þarna er hann á meðal skólasystkinanna úr "12 mílna árganginum".

Helgi Björnsson les úr Bör Börsyni  Helgi Björnsson fór á kostum við lestur á Bör Börssyni   LoL

 Hlustað á Bör Gaman að Bör Börssyni   Grin 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband