19.6.2008 | 11:57
19.júní! Svör við getraun - 15.júní 2008
Til hamingju með daginn, Íslensku konur!
Í tilefni dagsins finnst mér rétt að birta svörin við getrauninni minni.
Ég hef grúskað mikið á undanförnum árum og rekist á margt athyglisvert.
Saga karlanna er rakin ítarlega og það sem þeir hafa fengist við, en ef vel er að gáð má sjá minnst á konur!
Konan sem hér um ræðir var "kona mikilhæf í sjón og raun. Þótti svo mikið til hennar koma í kaupsýslumálum að þar stóðu henni fáir á sporði. Stjórnaði hún Ólafsvíkurverslun um fimm ára skeið og hlaut af sæmdir miklar".
Þetta rakst ég á í "Sögu Ísafjarðar" eftir Jón Þ.Þór
Spurningar og svör:
1. Hver varð fyrst íslenskra kvenna til að stunda sjálfstæðan verslunarrekstur?
Hún hét Valgerður Pétursdóttir
2. Hvaðan var hún?
Frá Búð í Hnífsdal
3. Hvað hétu eiginmenn hennar?
Ernst Mathias Hedemann (stundum skrifað: Heidermann)
Holger Peter Clausen
Holm
Þeir voru allir danskir.
4. Hvaða staður tengdi saman fyrsta mann og son hennar?
Hæstikaupstaður, Ísafirði.
Þetta er einnig samkv. "Sögu Ísafjarðar" eftir Jón Þ.Þór, hef reyndar séð ýmislegt varðandi þetta í öðrum bókum og ritum.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.