Það vantar fólk í vinnu á Vestfjörðum

Samkvæmt þessari frétt, vantar fólk í vinnu á Vestfjörðum.  Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, annars vegar að það vanti fólk í vinnu og hins vegar að okkur vanti fólk sem er tilbúið að koma með sína sérhæfingu og hefja hér störf.  Hér eru tækifæri, það eru göt í markaðinum, við getum vel tekið á móti fleira fólki, hér er gott að búa, gott fólk, fyrirtæki, þjónusta og stofnanir.  Hér er fjölbreytt félagslíf og námsframboð.   Það er gott að búa úti á landi, það er gott að búa á Vestfjörðum Happy  

Ég tel mig vita að það eru fleiri störf á lausu, en þau sem hér eru tilgreind, það eru sjálfsagt ekki öll fyrirtæki og rekstraraðilar sem leita til Vinnumálastofnunar, þá er leitað annarra leiða.

Hér er starfandi Atvinnuþróunarfélag, fyrirtæki sem heitir Alsýn, Atvinnumálanefnd á vegum sveitarfélagsins og svo mætti áfram telja.

bb.is | 30.07.2008 | 15:22Vantar fólk í vinnu á Vestfjörðum

Fjöldi atvinnulausra hefur ekki verið lægri á Vestfjörðum um árabil en níu manns eru á skrá hjá Vinnumálastofnun í dag. „Talan hefur verið ansi lág hjá okkur undanfarið. Atvinnuleysi er mjög lítið á Vestfjörðum og það er aðallega þar sem þenslan er sem mest, eins og á höfuðborgarsvæðinu. Hér hins vegar vantar fólk í vinnu“, segir Auður Matthíasdóttir, hjá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða. Á vef Svæðisvinnumiðlunar á Vestfjörðum eru þrettán störf auglýst, eða alls 21 stöðugildi. Meðal annars er leitað eftir húsasmið, vélamönnum, matráði og leikskólakennara.

thelma@bb.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hverjir eiga að vinna í olíuhreinsunarstöðinni?   Góða helgi

Hólmdís Hjartardóttir, 1.8.2008 kl. 02:43

2 Smámynd: Faktor

Mér er líka spurn   Það hlýtur þá að flykkjast vestur fullt af innlendum og erlendum sérfræðingum.

Nú er lag, það vantar fólk vestur, hvar eru vinnufúsar hendur?   Er ekki verið að tala um uppsagnir fjölda fólks? 

Allir út á land  

Faktor, 1.8.2008 kl. 22:06

3 Smámynd: Faktor

GÓÐA VERSLUNARMANNAHELGI, LANDSMENN NÆR OG FJÆR

Faktor, 1.8.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband