Óshlíð og Óslandshlíð er víst ekki það sama!

Ég rakst á þessa frétt og gat engan veginn áttað mig á innihaldi hennar, þ.e. hafi þetta átt sér stað á Óshlíðinni, fólkið á leiðinni til Siglufjarðar, drengurinn var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar!Woundering  Frétt á Ruv kom mér í skilning um málið Cool

mbl.is | 08.08.2008 | 10:06Drengur féll niður klettabelti

Tólf ára drengur féll niður af klettabelti og lenti í grýttri fjöru við Óshlíð. Drengurinn var fluttur á fjórðungsjúkrahúsið á Akureyri en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Drengurinn var á ferð með foreldrum sínum og tveimur systkinum í bíl á leið til Siglufjarðar. Ákveðið var að stoppa við Miðhús í Óshlíð og fóru börnin að leika sér við girðingu sem þarna er. Stutt er þarna fram á sjávarbakka og voru börnin þeim megin.

Ekki vildi betur til en að drengurinn rann niður snarbrattann gróinn bakkann og fram af klettabelti sem er tæpar tvær mannhæðir á hæð. Hafnaði hann síðan í grýttri fjörunni fyrir neðan. Þegar lögregla kom á staðinn var drengurinn með blóðnasir en að öðru leyti sást ekki á honum. Var hann með meðvitund en var ringlaður og ekki viðræðuhæfur.

Björgunarsveit og sjúkralið mætti á staðinn og var drengurinn borinn á börum upp 100 metra gil sem liggur niður í fjöruna, upp á veg. Hann var síðan fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann liggur nú. Að sögn sjúkrahússins fékk drengurinn ekki alvarlega höfuðáverka en brotnaði eitthvað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband