Fjölmenning

Það er ekki hægt að segja annað en að nú sé fjölmenningarlegt hjá mér og mínum Wink  Þessa dagana stunda tugir erlendra gesta, íslenskunám, við Háskólasetur Vestfjarða.

Mér og mínum hlotnaðist sá heiður að hýsa góðan hóp þessa fólks.  Það er gaman að fylgjast með hvað hópurinn virðist ná vel saman.  Þau eru að kynnast innbyrðis og reyna að tjá sig á íslensku.

Í fyrrakvöld sat hluti hópsins og fylgdist með iðnaðarmanninum, maka mínum við störf inni í aðstöðunni hjá þeim Smile  Það var ekki annað að sjá, en aðfarirnar vektu áhuga þeirra.  Mér datt helst í hug að þau hefðu aldrei séð slíkt og þvílíkt áður Woundering  Það var verið að framkvæma ákveðnar breytingar til að koma til móts við þarfir fólksins, en ekki var hægt að koma verkinu við fyrr en þá.  Það spunnust ýmsar umræður og komu fram vangaveltur, sem var gaman að fylgjast með.

Enn aðrir komu þar að og báru sig aumlega enda búin að leita að húsi dóttur minnar í 40 mínútur Woundering  en það er í innan við 5 mínútna göngufæri héðan Whistling  Næsta tilraun gekk upp, húsið á sínum stað, en þar heldur hluti þeirra til. 

Það hafa komið fram ýmiskonar fyrirspurnir og óskir, alltaf er maður að læra eitthvað nýtt, þrátt fyrir að hafa verið í "bransanum" í 19 ár, Pinch  enda fólk á ferð úr mismunandi menningarumhverfi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband