Í hádegisfréttum útvarpsins í dag var fjallað um listaverk Samúels Jónssonar í Selárdal. Þar hefur þýskur maður unnið að uppbyggingu og endurbótum, undanfarin sumur, þar verður hægt að skoða listaverkin og húsin sem hann byggði. Það verður gaman að kíkja vestur við tækifæri en þessar myndir tók ég þegar við hjónin fórum í helgarferð á sunnaverða Vestfirði, í byrjun júní 2004.
Fyrir skömmu heyrði ég einnig viðtal við Ómar Ragnarsson, þar sem hann ræddi um kynni sín og Árna Johnsen af Gísla heitnum á Uppsölum. Þeir hafa unnið að uppbyggingu safns til minningar um hann, en einnig má sjá muni frá honum á safninu á Hnjóti í Örlygshöfn. Það er gaman að koma við á safninu á leið út á Látrabjarg.
Vestfirði hafa upp á margt að bjóða, sjón er sögu ríkari
Listaverk Samúels Jónssonar í Selárdal
Minnisvarði um listamanninn Samúel Jónsson
Gísli á Uppsölum-stofa á Hnjóti
Gult sandrif fyrir mynni Hvestudals í Arnarfirði
Frá Hrafnseyri í átt að Ketildölum í Arnarfirði
Burstabærinn á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, á Hrafnseyri, Arnarfirði
Fífustaðardal
Fífustaðir í Arnarfirði, þar fæddist langafi minn Bernharður Jónsson síðar bóndi á Kirkjubóli, Valþjófsdal og Hrauni Ingjaldssandi, Önundarfirði. Það var ánægjulegt að sjá hversu myndarlegt hús stendur þarna Þetta var fyrsta og eina skiptið mitt á þær slóðir Það er alltaf gaman að hafa ættfræðina til hliðsjónar á ferðum um landið
Látrabjarg, vestasti oddi Evrópu!
Dynjandi eða Fjallfoss í Arnarfirði.
Ég mæli með bókinni Vestfirðir eftir Hjálmar Bárðarson (Tómassonar, skipaverkfræðings á Ísafirði). Bókin kom út árið 1993 tæplega 500 bls, mikið af myndum og fróðleik!
Flokkur: Menning og listir | Breytt 12.8.2008 kl. 00:23 | Facebook
Athugasemdir
Já ég hef skoðað þessa staði með ánægju
Hólmdís Hjartardóttir, 10.8.2008 kl. 18:57
Frábært!
Vonandi fara sem flestir til að njóta þessa stórkostlega svæðis landsins
Faktor, 10.8.2008 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.