Köge Danmörku

Ég hef dvalist í Danmörku undanfarna viku.  Ég tók mér smá "fæðingarorlof", varð að kíkja á fjóra afkomendur mína og ekki síst þann nýjasta.  Snáðinn fæddist á heimili sínu í Ölby (Bjórbæ) fyrir tæpum 4 vikum.

Þessa viku hef ég farið tvisvar til Köge og séð þar gömul hús og bæjarkjarna, einnig skroppið til fyrrverandi vinabæjar Ísafjarðar, Hróarskeldu.  Þar má líka sjá gömul hús, með athyglisverðum götunöfnum sem eru kennd við iðngreinar, eins og t.d. "Leðurgata" , "Skósmiðsgata" o.s.frv. 

Á Ísafirði eru fimm hús frá 18. öld og þykir gott miðað við Ísland, en hér hef ég séð mun eldri hús.

Mér þykir dapurlegt að sjá að Danir þurfa heldur betur að bæta sig í umgengni við umhverfi sitt.  Það liggur víða rusl á víðavangi og við göngustígana, sama má segja um lestarstöðvar og við lestarteina.

Eitt sem kemur mér á óvart er að sjá hvað er mikið af flugum á veitingastöðunum og í bakaríi voru stórar flugur sveimandi inni í kökukælinum, ekki girnilegt Sick

Ég held að með því að fara aðeins út úr "kassanum sínum" sjái maður alltaf betur og betur, hvað það er nú margt gott á litla Íslandi Woundering

 

Picture 039  

 

 

 

 

Picture 052    

Picture 049 Picture 050


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband