3.9.2008 | 12:44
Kveikt í af manna völdum!
Þessa mynd tók ég frá höfninni, rétt hjá elstu húsaþyrpingu á Íslandi og af húsinu sem kveikt var í
Nú liggur niðurstaða rannskóknar Lögreglunnar fyrir, það var kveikt í húsinu, með nokkurra daga millibili skv. þessari frétt:
bb.is | 03.09.2008 | 10:52Kveikt í Suðurtanga 2
Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokið vettvangsrannsókn vegna elds sem kom upp í tvígang með fimm daga millibili að Suðurtanga 2 á Ísafirði. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að um íkveikju af mannavöldum hafi verið að ræða í bæði skiptin. Það var kl. 17:12 miðvikudaginn 20. ágúst sl., sem tilkynnt var um eld í húsnæðinu í fyrra skiptið og aftur kl. 17:36 mánudaginn 25. ágúst. Lögreglan á Vestfjörðum vinnur að rannsókn málsins og biður alla þá sem einhverja vitneskju hafa um þessi tvö tilvik að hafa samband í síma 450 3730.
Þarna er um mikið tjón að ræða, sem snertir marga. Siglingaklúbburinn hefur haldið uppi öflugu starfi í húsinu, að auki eru þar eru nokkur lítil fyrirtæki og íbúðir. Í einni íbúðinni bjó fjölskylda, með ung börn og þurftu þau að flytja út, þar sem íbúðin var lýst óíbúðarhæfri. Ekkert rafmagn, vatn eða hiti er nú á húsinu og kemur sér að auki illa hjá þeim sem eru með starfsemi í húsinu.
Hvað gengur þessu fólki til?!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Athugasemdir
bara óskiljanlegt af hvaða hvötum fólk gerir svona
Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 13:21
Já algjörlega! Þetta hefði getað farið verr
en sem betur fer tókst að slökkva eldinn áður en hann náði að breiðast meira út. Skemmdir eru hins vegar miklar. Nálægðin við safnið er líka mikil, þar sem eru fjögur ómetanleg hús frá 18. öld. Vonandi tekst að góma viðkomandi sem fyrst
Í þessu húsi hefur farið fram ákveðin vinna sem tengist safninu, með ýmsu móti, auk þess sem þar hefur verið unnið í tengslum við gömul hús og báta á svæðinu. Nú er allt í óvissu með þann hluta húsnæðisins, sú starfsemi í uppnámi, bæði um lengri og skemmri tíma 
Faktor, 3.9.2008 kl. 15:29
Þetta er alveg með ólíkindum. HVer eiginlega getur hafa unnið slíkt illvirki ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2008 kl. 10:29
Maður getur ekki ímyndað sér það
Hver ætti svo að hafa "hag" af slíku?
Fólki og eigum þess er stefnt í voða með þessu framferði.
Faktor, 5.9.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.