15.9.2008 | 15:02
Tónlistardagurinn mikli á Ísafirði - Risakór á Silfurtorgi
Mikið gengur á og meira stendur til
bb.is | 15.09.2008 | 13:54 Afmælislag í tilefni af tónlistardeginum mikla
Samið hefur verið afmælislag í tilefni af tónlistardeginum mikla sem haldinn verður á Ísafirði á laugardag. Á næstu dögum munu tónlistarkonurnar Ingunn Ósk Sturludóttir, Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Hulda Bragadóttir fara víðsvegar um bæinn og kenna fólki sönginn svo allir geti sungið við raust á Silfurtorgi á laugardagskvöld við hátíðahöld í tilefni af 60 ára afmælis Tónlistarfélags Ísafjarðar og Tónlistarskóla Ísafjarðar. Um er að ræða íslenskun á ABBA-laginu Thank you for the music og nefnist Á vængjum söngsins sem mun óma af vörum Ísfirðinga og annarra gesta á afmælisdaginn. Ólína Þorvarðardóttir sá um þýðingu textans.Þess má geta að fyrsta sameiginlega æfing Risakórs sem stofnaður hefur verið í tilefni af afmælinu fer fram í Hömrum kl. 18 á morgun og eru allir hjartanlega velkomnir.
Texti lagsins er svohljóðandi:
Á vængjum söngsins
Ég virðist látlaus, ég verð sjaldan æst eða reið
Ef ég segi sögu, syfjar þig trúlega´um leið.
En leynivopn á ég, eitt dásemdarþing
því kliðurinn þagnar þegar ég syng.
Það er hamingjugjöf
og mig langar að hrópa´ yfir höf:
Á vængjum söngsins
hef ég svifið í sorg og gleði
Sungið dátt með glöðu geði.
Án þess væri lífið
svo laust við lit og róm,
innihaldstóm
væri þá ævi tilveran öll.
Á vængjum söngsins hef ég svifið
um lífsins tónahöll.
Dálítil snót var ég dansandi´af lífi og sál.
Ég dreymandi söng því söngur var mitt eina mál.
Já, oft hef ég hugsað hvers virði það er
að heyra og finna í brjóstinu á sér
þessa hljómkviðu slá,
hjarta strengina ná.
Á vængjum söngsins
hef ég svifið í sorg og gleði
Sungið dátt með glöðu geði.
Án þess væri lífið
svo laust við lit og róm,
innihaldstóm
væri þá ævi tilveran öll.
Á vængjum söngsins hef ég svifið
um lífsins tónahöll.
Þakklæti finn ég
þegar ég syng af hjartans lyst.
Rödd mína þen ég hátt, svo allir heyri:
Þennan tón, þennan róm, þennan hljóm!
Söngs á vængjum svíf ég í sorg og gleðiþ
Syng ég dátt með glöðu geði.
Án þess væri lífið
svo laust við lit og róm,
innihaldstóm
væri þá ævi tilveran öll.
Á vængjum söngsins hef ég svifið
um lífsins tónahöll.
thelma@bb.is
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.