Vestfirðir og Vestfirðingur í Helsinki, Finnlandi, við erum öll velkomin!

"Vinur Vestfjarða" Octavian Balea opnar Gallerý sitt No. 33 í Helsinki 21. nóvember n.k.  Hann hefur sent út boðskort, þar sem má sjá myndir frá Vestfjörðum, t.d af Gleiðarhjalla og úr Faktorshúsinu Hæstakaupstað.  Boðskortið: http://www.pensula.fileave.com/no33.pdf hann vildi einnig senda út nokkur eintök á íslensku, þ.á.m. til Sendiherra Íslands.Á dagskrá er tónlistarflutningur, harmonikkuleikarar, nemendur hins þekkta Matti Rantanen, sem einnig verður viðstaddur.Veggina munu prýða myndir sem Octavian tók á ferðum sínum til Vestfjarða, t.d. má sjá Gleiðarhjallann og mynd úr Faktorshúsinu Hæstakaupstað. Skartgripir eftir Ísfirðinginn á Akranesi, Finn Guðna Þórðarson gullsmið og skartgripahönnuð verða á meðal þess sem fyrir augu ber í hinu nýja galleríi í Finnlandi.Finnur er kominn til Finnlands... Cool

Octavian fékk 2 Íslendinga í heimsókn á dögunum og þekkti íslenskuna.  Hann spurði hvaðan viðkomandi væru og var svarið Reykjavík.  Þá sagðist hann hafa bent á að hann væri með myndir frá Íslandi, aðallega Vestfjörðum.  Íslendingarnir hefðu hváð við, hvort þar væri nokkuð annað en fjöll?!Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband