Hálfrar aldar

 

 Landsbankahúsið á Ísafirði er orðið 50 ára gamalt.
Landsbanki50ara

bb.is | 15.12.2008 | 10:32Landsbankahúsið á Ísafirði 50 ára

Sögusýning opnar í útibúi Landsbankans á Ísafirði í dag í tilefni af því að húsið er orðið 50 ára gamalt. Sýningin verður opin fram yfir áramót og söguannáll Landsbankans liggur frammi, öllum að kostnaðarlausu á meðan birgðir endast. „Hér er alltaf heitt á könnunni og eitthvað góðgæti með því á meðan á sýningunni stendur og sérstaklega gott fyrsta daginn“, segir Inga Á Karlsdóttir, útibústjóri. Landsbankinn hefur starfað á Ísafirði í yfir hundrað ár. Bankinn opnaði útibú á staðnum 15. maí 1904 og var það annað útibú Landsbankans utan Reykjavíkur. Hið fyrsta opnaði á Akureyri tveimur árum áður. Útibúið flutti í nýtt og glæsilegt hús í Pólgötu í desember 1958.

Útibúið flutti úr gömlu og ófullnægjandi verslunarhúsnæði en það hafði þá flutt fimm sinnum síðan það var stofnað. Ljóst var að nýja stórhýsið var framtíðarhúsnæði bankans. Nýbyggða húsið var tvær hæðir og ris og var afar vel búið að starfsfólki og viðskiptavinum. Sérstaka athygli vakti hversu vel tækjum búin öll starfsemin var á þessum tíma. Í gjaldkera- og bókhaldsdeild voru nýtísku bókhaldsvélar og var Ísafjarðarútibúið tæknilega fullkomnasta bankaafgreiðsla sinnar tíðar. Ein slík bókhaldsvél er til sýnis í útibúinu en þetta tæki var einmitt notað á Ísafirði í mörg ár.

Bankahúsið á Ísafirði var hið síðasta af þremur sem Landsbankinn byggði yfir útibú sín í þessum stíl á sjötta áratugnum. Hin tvö voru tekin í notkun árið 1953 á Selfossi og 1954 á Akureyri. Bárður Ísleifsson er arkitekt hússins.

thelma@bb.is

 

Landsbankahúsið á Ísafirði er hálfrar aldar gamalt.  Húsið var byggt á þeim stað sem "gamla apótekið" stóð, en það var flutt þangað sem það stendur ennþá, á horn Mjallargötu og Hafnarstrætis.     

Afi minn og starfsmenn í hans fyrirtæki fluttu víst húsið, því var rennt á trjábolum og sagt að ekki hafi einu sinni farið dropi af vatni úr glasi sem stóð á borði í húsinu Whistling   

Stjúpfaðir minn sem er húsasmiður vann við að byggja "nýja húsið" sem reis á horni Hafnarstrætis og Pólgötu.  Það er Landsbankahúsið nr. 1 við Pólgötu.                                      

Við erum af sama árgangi ég og húsið Wink

Ég vann í þessu húsi frá 1978 til 1986, að undanskildu tæpu ári, þá vann ég í Aðalbankanum,  Austurstræti. 

 landsbanki300x200 

Flottar byggingar Joyful

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

fallegt hús

Hólmdís Hjartardóttir, 17.12.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Faktor

Já það/þau eru það   Húsið hérna hefur tekið milum breytingum að innan, en það er alltaf glæsileg umgjörðin.

Faktor, 17.12.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband