Væntanleg Saga Þórunnar

Þessar myndir tók ég af Þórunni og eiginmanni hennar, í Reykjavík fyrir mánuði síðan.

Það var ánægjulegt að hitta þau hjónin, þótt tíminn væri naumur, en það voru þá liðin 9 ár frá því að við hittumst síðast.Woundering                      

Ísaf Rvk Stykkishólmur Ferjan Baldur heimleið byrjun sept  2009 037       Ísaf Rvk Stykkishólmur Ferjan Baldur heimleið byrjun sept  2009 039

Ég kynntist þeim hjónum þegar ég var ein af fjölskyldunni, þeirra, árin 1976-1978.  Börnin þeirra sem þá voru fjögur voru og eru enn, góðir vinir mínir.  Þau eru trygglynd og hafa gjarnan kíkt í heimsókn til mín og fjölskyldunnar þegar færi hefur gefist.

Það verður fróðlegt að sjá og lesa bókina um Þórunni sem kemur út fyrir næstu jól, en Elín Albertsdóttir blaðamaður, ritar söguna.

 


mbl.is Óvenjuleg lífssaga íslensks undrabarns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var að hugsa hve góðu sambandi þessi mætu hjón hafa haft við ykkur parnapíurnar sínar bæði þig og Helgu.  Frábært og greinilegt að þið hafið verið eins og einar af fjölskyldu þeirra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband