Í rúmlega 200 ár

Það er ánægjulegt að sjá þessa frétt, innan um margar með þveröfugt innihald!  Í Ólafsvík má greinilega enn finna menn sem stunda útflutning á saltfiski til Spánar eins og forverar þeirra gerðu þegar á 18. öld, bæði þaðan og úr Hæstakaupstaðnum á Ísafirði Whistling Smile

 

Hæstikaupstaður ca 1910

 

 


mbl.is Bjartsýnir eða vitlausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr Ísafjarðarbæ

Ég hlustaði á lok þáttarins "Út um græna grundu" á rás 1  áðan,  www.dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4444471 en því miður komu þar fram atriði sem eru ekki í samræmi við síðari upplýsingar.  Í þættinum er alltaf "spurning dagsins" hún er lesin í upphafi og svarið gefið upp í lok þáttarins.  Þetta eru mjög fróðlegir og skemmtilegir þættir, sem ég reyni að hlusta á þegar færi gefst.  Þeir eru á hverjum laugardegi eftir níu fréttirnar á morgnana.  Það sem spurningin sneri um í dag voru þorpin í Ísafjarðarbæ og var átt við, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.  Síðan nefndi hún Ísafjörð, sem væri stærsti byggðakjarninn (reyndar er hann skilgreindur sem slíkur á Vestfjörðum).  Þar er elsta húsaþyrping á landinu, Neðstikaupstaður.  Þegar kom að upptalningu og skilgreiningu á aldri húsanna var um rangar upplýsingar að ræða.  Ég hef stundað ferðaþjónustu frá 1989 og fylgst með þessu máli af áhuga.  Samkvæmt heimildum sem fyrir lágu voru sett fram ártöl, en síðar kom í ljós að þau voru ekki rétt.  Því miður virðist "eldri útgáfan" hafa fest sig í sessi og rekst ég iðulega á þessi atriði.  Ég bendi á heimasíðu þeirra í Neðstakaupstaðnum www.nedsti.is þar koma fram réttu ártölin og upplýsingar um hvert húsanna og aldursröð þeirra.  Ártölin eru 1757-1784.

Í þættinum í dag var aðeins minnst á Neðstakaupstað, en á Ísafirði (Eyri í Skutulsfirði) eru þrír kaupstaðir (má reyndar segja fjórir) en þeir eru í aldursröð: (Kirkjustaðurinn Eyri), Neðstikaupstaður, Hæstikaupstaður og Miðkaupstaður.

S5004707

Neðstikaupstaður, sést í Faktorshúsið, Turnhúsið, Krambúðina og þakið á Tjöruhusinu, fremstur er báturinn Jóhanna.

P1012965

Austurvöllur á Ísafirði, sést í gafl Faktorshússins (1788) Hæstakaupstað, íbúðarhús (1942-1943) skipasmiðsins Marsellíusar S.G. Bernharðssonar og konu hans Albertu Albertsdóttur, Sundhöllina og Sölubúðina Hæstakaupstað (skv. flestum heimildum sem ég hef lesið er það reist árið 1873).

~lwf0005

Skipasmiðurinn Marsellíus við slippinn í Suðurtanga, rétt fyrir neðan húsin í Neðstakaupstað

Þvi miður er Hæstakaupstaðarins ekki getið á síðunni, vonandi á eftir að bæta úr því, en þar er getið um nokkra aðra athyglisverða staði, báta safnsins, Bárðarslipp (sem var reyndar lengst af í eigu M.Bernharðssonar hf) og skipasmiði. 

P1013894

Sædís Ís í "Bárðarslipp" sem áður stóð þar sem Menntaskólinn á Ísafirði er nú, á Torfnesi, handan Pollsins (það sést í Torfnesið hægra megin á myndinni), en er nú í Neðstakaupstað (á Suðurtanga).

Það er alltaf dapurlegt þegar verið er að fjalla um einhverja hluti að ekki er farið í ítarlegar heimildir.

Reyndar hef ég rekist á misræmi í heimildum og borgar sig alltaf að skoða "allar hliðar málsins" ef þess er nokkur kostur. 

Ýmsar upplýsingar um gamla staði eins og kaupstaðina á Ísafirði, eru til í ritum erlendis, en að sjálfsögðu ekki lítið hér heima, þar sem einnig má enn ná í "munnlegar geymdir".

Á síðasta ári kom út bók, þar sem ég og nokkrir aðrir núlifendur hefðum getað sagt frá reynslu okkar úr starfi, en ekki var leitað til okkar, heldur aðila sem vann aldrei á staðnum, sem fjallað var um.  Okkur sumum hverjum, allavegana sárnaði þetta aðeins Blush

 


Kveikt í af manna völdum!

 
 
 
Bruni í Neðsta og Stefán arkitekt í Hæsta 25 ágúst 2008 002

Þessa mynd tók ég frá höfninni, rétt hjá elstu húsaþyrpingu á Íslandi og af húsinu sem kveikt var í Bandit  Crying Angry

Nú liggur niðurstaða rannskóknar Lögreglunnar fyrir, það var kveikt í húsinu, með nokkurra daga millibili skv. þessari frétt:

bb.is | 03.09.2008 | 10:52Kveikt í Suðurtanga 2

Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokið vettvangsrannsókn vegna elds sem kom upp í tvígang með fimm daga millibili að Suðurtanga 2 á Ísafirði. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að um íkveikju af mannavöldum hafi verið að ræða í bæði skiptin. Það var kl. 17:12 miðvikudaginn 20. ágúst sl., sem tilkynnt var um eld í húsnæðinu í fyrra skiptið og aftur kl. 17:36 mánudaginn 25. ágúst. Lögreglan á Vestfjörðum vinnur að rannsókn málsins og biður alla þá sem einhverja vitneskju hafa um þessi tvö tilvik að hafa samband í síma 450 3730.

Þarna er um mikið tjón að ræða, sem snertir marga.  Siglingaklúbburinn hefur haldið uppi öflugu starfi í húsinu, að auki eru þar eru nokkur lítil fyrirtæki og íbúðir.  Í einni íbúðinni bjó fjölskylda, með ung börn og þurftu þau að flytja út, þar sem íbúðin var lýst óíbúðarhæfri.  Ekkert rafmagn, vatn eða hiti er nú á húsinu og kemur sér að auki illa hjá þeim sem eru með starfsemi í húsinu.

Hvað gengur þessu fólki til?! Errm Frown Shocking Crying

 

 


Eyrardalur

Ég renndi inn í Álftafjörð s.l. miðvikudag.  Það var kominn tími til að kíkja á gamlan "kunningja", en það er Eyrardalsbærinn í Súðavík.  Ég "féll fyrir honum" á 8. áratug síðustu aldar, þar sem ég sá hann frá þjóðveginum.  Mér fannst þessi bygging strax vera mjög heillandi, þá farin að láta verulega á sjá, en eitthvað svo sérstakt við byggingarstílinn Woundering   Á ferðum mínum erlendis á meðan ég var "young free and single" sá ég stundum bygginar sem minntu mig á Eyrardalsbæinn.  Fyrir rúmlega áratug nefndi ég það við einn mætan Súðvíking, hvort ekki stæði til að gera upp húsið, þar sem þetta væri elsta húsið þar og hefði örugglega aðdráttarafl og mætti finna því eitthvert hlutverk.  Þegar ég ræddi þetta við hann var ekki orðin svona öflug ferðaþjónusta í Súðavík og nú er.   Súðvíkingnum þótti þetta fráleitt, eins og mörgum um að gera upp gamlar byggingar.  Um það eru skiptar skoðanir eins og um allt annað.

Fyrir örfáum árum var haldinn fundur innfrá og skilst mér að þar hafi aðallega verið ein manneskja sem vildi að farið væri í að gera bæinn upp.  Ég hefði nú alveg verið til í að leggja henni lið, ef til mín hefði verið leitað Wink

Á fundinum fékkst niðurstaða um að húsið skildi gert upp og hefur því þegar verið fundið hlutverk.  Árið 2006 hófst vinna við endurbyggingu gamla Eyrardalsbæjarins, sem var reistur af Norðmönnum í lok 19. aldar.  Í fyrrasumar var bærinn alveg rifinn og stóð bara reykháfurinn eftir.  Nokkrum vikum síðar var búið að endurreisa húsið og standa framkvæmdir enn yfir.

Ég hitti "refakonuna" fyrir tilviljun vorið 2006, ég vissi ekki að búið væri að finna húsinu hlutverk og hún vissi hvorki um áhuga minn á húsinu, né það að ég væri nú komin í sérstaka aðstöðu við að fylgjast með framkvæmdum við húsið Grin  Ég er í "klíkunni" og í góðu sambandi við verktakann Cool

Í fyrrahaust var stofnað félagið Melrakkasetur Íslands, í samkomuhúsi Súðvíkinga.  Ester Rut Unnsteinsdóttir vinnur hörðum höndum að undirbúningi fyrir opnun setursins, sem verður opnað í Eyrardal, þegar endurbyggingu hússins verður lokið.

P1014890      

P1014900

Þessar myndir eru teknar haustið 2006

 

S5001299

Júní 2007

S5001759          S5001537

Júlí 2007

S5001774 

Búið að reisa 20. júlí 2007

 

Mín vél Eyrardalur og Skutulsfjörður 27 ágúst 2008 003    

Eyrardalsbærinn, eins og hann lítur út núna, séð frá þjóðveginum (þaðan sem ég sá það fyrst Woundering) Fyrir ofan bæinn, gnæfir fjallirð Kofri, en samnefndur ÍS 41 var smíðaður á Ísafirði í lok 7. áratugar síðustu aldar Smile (ég fylgdist vel með því...).

Frekari myndbirting verður ekki hér, að sinni, en á bloggi verktakans má sjá fleiri myndir sem hefur fjölgað eftir framvindu verksins: Trésmiður ehf myndir

 

 

 

 

 


Neðstikaupstaður og Hæstikaupstaður í gær

Síðdegis í gær eða upp úr klukkan 17, komu þessir 2 menn og þáðu kaffiveitingar hjá mér í Hæstakaupstað.  Þeir höfðu verið inni í Súðavík og skoðað framkvæmdirnar sem hafa staðið yfir undanfarið við Eyrardalsbæinn.  Að því loknu óku þeir niður í Neðsakaupstað (Suðurtanga) þar sem sá til vinstri á myndinn er með trésmíðaverkstæði.  Þeir höfðu litið á klukkuna þegar þeir stigu út af verkstæðinu, vissu upp á sig sökina, ætluðu að vera aðeins fyrr á ferðinni í kaffið til mín Wink                                                                                                           

                                 Bruni í Neðsta og Stefán arkitekt í Hæsta 25 ágúst 2008 001                                                

 

Þeir höfðu ekki setið lengi þegar við tókum eftir sírenuhljóðum. Í næsta nágrenni er Slökkvistöðin og sjúkrabílarnir.  Við litum út um gluggana í Faktorshúsinu og sáum að mikið gekk á, það var greinilega brunaútkall. 

Ég ákvað að fylgjast með í hvora áttina bílarnir færu, upp eða niður Pollgötuna.  Þeir beygðu niðureftir.  Þá ákvað smiðurinn að renna niður í Neðsta, þar sem ekki voru nema nokkrir dagar frá því að slökkviliðið var kallað í Suðurtangann, sjá hvort ekki væri örugglega allt með felldu, í næsta nágrenni við elstu húsaþyrpingu á Íslandi Frown

Hann var rétt staðinn upp af stólnum þegar síminn hringdi, en það var þá íbúi í Neðstakaupstað sem lét hann vita að það væri kviknað í húsinu þar sem verkstæðið hans er! 

 

 

Bruni í Neðsta og Stefán arkitekt í Hæsta 25 ágúst 2008 002 

Ég tók gestinn að mér, hann átti að mæta í flug rétt á eftir.  Við ákváðum að renna niður á höfn og sjá hvers kyns væri, áður en við færum inn á flugvöll.  Þessi mynd er tekin frá Hafnarkantinum.

Þarna má sjá slökkviliðsbíl fyrir framan dyrnar hjá siglingaklúbbnum Sæfara, en þar mun eldurinn hafa komið upp í gær og í síðustu viku.  Í þetta skiptið fór þetta verr, en ekki er vitað ennþá um eldsupptök eða endanlegt tjón.

Nú eru fyrirtækin sem þarna eru, auk íbúðanna og aðstöðu Sæfara án rafmagns, en sumt geta nú trésmiðir unnið án þess Wink

Bruni í Neðsta og Stefán arkitekt í Hæsta 25 ágúst 2008 003 

Hér sést hvar lögreglan hefur lokað fyrir umferð niður í Suðurtanga, rétt fyrir neðan nýja safnahúsið og flugvélin að hefja sig til flugs frá flugvellinum á Skipeyri.

 

Bruni í Neðsta og Stefán arkitekt í Hæsta 25 ágúst 2008 006 

Síðdegisvélin í flugtaki.

Bruni í Neðsta og Stefán arkitekt í Hæsta 25 ágúst 2008 008

Flugvélin komin á loft og flýgur út Skutulsfjörðinn

Bruni í Neðsta og Stefán arkitekt í Hæsta 25 ágúst 2008 009

Safnamennirnir Jón og Björn á tali við Hafnarstjórann Guðmund (Mugga)

Bruni í Neðsta og Stefán arkitekt í Hæsta 25 ágúst 2008 010

Tveir bílar frá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar við gafl hússins í Suðurtanga

Bruni í Neðsta og Stefán arkitekt í Hæsta 25 ágúst 2008 011

Eigendur fyrirtækjanna í húsaklasanum á Suðurtanganum, þeir Magnús og Árni og ræða stöðuna.

 

Bruni í Neðsta og Stefán arkitekt í Hæsta 25 ágúst 2008 014

Slökkvilið Ísafjarðar að störfum í Suðurtanganum rétt fyrir kvöldmat í gær.

 


Köge Danmörku

Ég hef dvalist í Danmörku undanfarna viku.  Ég tók mér smá "fæðingarorlof", varð að kíkja á fjóra afkomendur mína og ekki síst þann nýjasta.  Snáðinn fæddist á heimili sínu í Ölby (Bjórbæ) fyrir tæpum 4 vikum.

Þessa viku hef ég farið tvisvar til Köge og séð þar gömul hús og bæjarkjarna, einnig skroppið til fyrrverandi vinabæjar Ísafjarðar, Hróarskeldu.  Þar má líka sjá gömul hús, með athyglisverðum götunöfnum sem eru kennd við iðngreinar, eins og t.d. "Leðurgata" , "Skósmiðsgata" o.s.frv. 

Á Ísafirði eru fimm hús frá 18. öld og þykir gott miðað við Ísland, en hér hef ég séð mun eldri hús.

Mér þykir dapurlegt að sjá að Danir þurfa heldur betur að bæta sig í umgengni við umhverfi sitt.  Það liggur víða rusl á víðavangi og við göngustígana, sama má segja um lestarstöðvar og við lestarteina.

Eitt sem kemur mér á óvart er að sjá hvað er mikið af flugum á veitingastöðunum og í bakaríi voru stórar flugur sveimandi inni í kökukælinum, ekki girnilegt Sick

Ég held að með því að fara aðeins út úr "kassanum sínum" sjái maður alltaf betur og betur, hvað það er nú margt gott á litla Íslandi Woundering

 

Picture 039  

 

 

 

 

Picture 052    

Picture 049 Picture 050


Kaup-manna höfn

Nú skal haldið til Kaupmannahafnar, eins og þeir gerðu löngum Faktorarnir hér áður fyrr.

Á slóðir þeirra sem áttu Hæstakaupstaðarverslunina á eftir Björgvinjarmönnunum.

Þeir eru hættir að lýsa upp götur borgarinnar með hákarlalýsinu sem þeir fluttu út á 19. öld...

Skyldu þeir vera með Íslenskan (Vestfirskan t.d.!) saltfisk á boðstólum?

 


Samúel Jónsson, Selárdalur, Gísli á Uppsölum, Hvestudalur, Hrafnseyri 2004

Í hádegisfréttum útvarpsins í dag var fjallað um listaverk Samúels Jónssonar í Selárdal.  Þar hefur þýskur maður unnið að uppbyggingu og endurbótum, undanfarin sumur, þar verður hægt að skoða listaverkin og húsin sem hann byggði.  Það verður gaman að kíkja vestur við tækifæri en þessar myndir tók ég þegar við hjónin fórum í helgarferð á sunnaverða Vestfirði, í byrjun júní 2004.

Fyrir skömmu heyrði ég einnig viðtal við Ómar Ragnarsson, þar sem hann ræddi um kynni sín og Árna Johnsen af Gísla heitnum á Uppsölum.  Þeir hafa unnið að uppbyggingu safns til minningar um hann, en einnig má sjá muni frá honum á safninu á Hnjóti í Örlygshöfn.  Það er gaman að koma við á safninu á leið út á Látrabjarg.

Vestfirði hafa upp á margt að bjóða, sjón er sögu ríkari Wink

Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 025      Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 027

Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 028     Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 029

Listaverk Samúels Jónssonar í Selárdal

 

Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 030             Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 032

Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 031    

 Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 026

Minnisvarði um listamanninn Samúel Jónsson

Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 054  

Gísli á Uppsölum-stofa á Hnjóti

Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 024        

Gult sandrif fyrir mynni  Hvestudals í Arnarfirði

Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 008   

Frá Hrafnseyri í átt að Ketildölum í Arnarfirði

Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 015   

Burstabærinn á fæðingarstað  Jóns Sigurðssonar forseta,  á Hrafnseyri, Arnarfirði

Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 035   

Fífustaðardal

  Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 038

Fífustaðir í Arnarfirði, þar fæddist langafi minn Bernharður Jónsson síðar bóndi á Kirkjubóli, Valþjófsdal og Hrauni Ingjaldssandi, Önundarfirði.  Það var ánægjulegt að sjá hversu myndarlegt hús stendur þarna Smile  Þetta var fyrsta og eina skiptið mitt á þær slóðir Joyful  Það er alltaf gaman að hafa ættfræðina til hliðsjónar á ferðum um landið Wink

Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 069      

Látrabjarg, vestasti oddi Evrópu!

Des-júní 2004 Ísaf.(+Barðastr.) 018   

Dynjandi eða Fjallfoss í Arnarfirði.

Ég mæli með bókinni Vestfirðir eftir Hjálmar Bárðarson (Tómassonar, skipaverkfræðings á Ísafirði).  Bókin kom út árið 1993 tæplega 500 bls, mikið af myndum og fróðleik!

 

 

 

 


Fjölmenning

Það er ekki hægt að segja annað en að nú sé fjölmenningarlegt hjá mér og mínum Wink  Þessa dagana stunda tugir erlendra gesta, íslenskunám, við Háskólasetur Vestfjarða.

Mér og mínum hlotnaðist sá heiður að hýsa góðan hóp þessa fólks.  Það er gaman að fylgjast með hvað hópurinn virðist ná vel saman.  Þau eru að kynnast innbyrðis og reyna að tjá sig á íslensku.

Í fyrrakvöld sat hluti hópsins og fylgdist með iðnaðarmanninum, maka mínum við störf inni í aðstöðunni hjá þeim Smile  Það var ekki annað að sjá, en aðfarirnar vektu áhuga þeirra.  Mér datt helst í hug að þau hefðu aldrei séð slíkt og þvílíkt áður Woundering  Það var verið að framkvæma ákveðnar breytingar til að koma til móts við þarfir fólksins, en ekki var hægt að koma verkinu við fyrr en þá.  Það spunnust ýmsar umræður og komu fram vangaveltur, sem var gaman að fylgjast með.

Enn aðrir komu þar að og báru sig aumlega enda búin að leita að húsi dóttur minnar í 40 mínútur Woundering  en það er í innan við 5 mínútna göngufæri héðan Whistling  Næsta tilraun gekk upp, húsið á sínum stað, en þar heldur hluti þeirra til. 

Það hafa komið fram ýmiskonar fyrirspurnir og óskir, alltaf er maður að læra eitthvað nýtt, þrátt fyrir að hafa verið í "bransanum" í 19 ár, Pinch  enda fólk á ferð úr mismunandi menningarumhverfi.

 

 


Óshlíð og Óslandshlíð er víst ekki það sama!

Ég rakst á þessa frétt og gat engan veginn áttað mig á innihaldi hennar, þ.e. hafi þetta átt sér stað á Óshlíðinni, fólkið á leiðinni til Siglufjarðar, drengurinn var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar!Woundering  Frétt á Ruv kom mér í skilning um málið Cool

mbl.is | 08.08.2008 | 10:06Drengur féll niður klettabelti

Tólf ára drengur féll niður af klettabelti og lenti í grýttri fjöru við Óshlíð. Drengurinn var fluttur á fjórðungsjúkrahúsið á Akureyri en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Drengurinn var á ferð með foreldrum sínum og tveimur systkinum í bíl á leið til Siglufjarðar. Ákveðið var að stoppa við Miðhús í Óshlíð og fóru börnin að leika sér við girðingu sem þarna er. Stutt er þarna fram á sjávarbakka og voru börnin þeim megin.

Ekki vildi betur til en að drengurinn rann niður snarbrattann gróinn bakkann og fram af klettabelti sem er tæpar tvær mannhæðir á hæð. Hafnaði hann síðan í grýttri fjörunni fyrir neðan. Þegar lögregla kom á staðinn var drengurinn með blóðnasir en að öðru leyti sást ekki á honum. Var hann með meðvitund en var ringlaður og ekki viðræðuhæfur.

Björgunarsveit og sjúkralið mætti á staðinn og var drengurinn borinn á börum upp 100 metra gil sem liggur niður í fjöruna, upp á veg. Hann var síðan fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann liggur nú. Að sögn sjúkrahússins fékk drengurinn ekki alvarlega höfuðáverka en brotnaði eitthvað.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband