2.8.2008 | 19:00
Spænir
Hestamenn, gæludýraeigendur!
Vantar einhvern úrvals spæni?!
Hafi einhver áhgua má hafa samband við mig
30.7.2008 | 18:43
Það vantar fólk í vinnu á Vestfjörðum
Samkvæmt þessari frétt, vantar fólk í vinnu á Vestfjörðum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, annars vegar að það vanti fólk í vinnu og hins vegar að okkur vanti fólk sem er tilbúið að koma með sína sérhæfingu og hefja hér störf. Hér eru tækifæri, það eru göt í markaðinum, við getum vel tekið á móti fleira fólki, hér er gott að búa, gott fólk, fyrirtæki, þjónusta og stofnanir. Hér er fjölbreytt félagslíf og námsframboð. Það er gott að búa úti á landi, það er gott að búa á Vestfjörðum
Ég tel mig vita að það eru fleiri störf á lausu, en þau sem hér eru tilgreind, það eru sjálfsagt ekki öll fyrirtæki og rekstraraðilar sem leita til Vinnumálastofnunar, þá er leitað annarra leiða.
Hér er starfandi Atvinnuþróunarfélag, fyrirtæki sem heitir Alsýn, Atvinnumálanefnd á vegum sveitarfélagsins og svo mætti áfram telja.
bb.is | 30.07.2008 | 15:22Vantar fólk í vinnu á Vestfjörðum
Fjöldi atvinnulausra hefur ekki verið lægri á Vestfjörðum um árabil en níu manns eru á skrá hjá Vinnumálastofnun í dag. Talan hefur verið ansi lág hjá okkur undanfarið. Atvinnuleysi er mjög lítið á Vestfjörðum og það er aðallega þar sem þenslan er sem mest, eins og á höfuðborgarsvæðinu. Hér hins vegar vantar fólk í vinnu, segir Auður Matthíasdóttir, hjá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða. Á vef Svæðisvinnumiðlunar á Vestfjörðum eru þrettán störf auglýst, eða alls 21 stöðugildi. Meðal annars er leitað eftir húsasmið, vélamönnum, matráði og leikskólakennara.
thelma@bb.is
Dægurmál | Breytt 31.7.2008 kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.7.2008 | 16:25
NÓI ALBINÓI - frá sögusviðinu
Ég hef verið í þeirri aðstöðu s.l. 19 ár að geta "tekið púlsinn" hjá ferðafólki á Ísafirði.
Það hefur oftar en ekki komið í ljós frá útgáfu kvikmyndarinnar "Nói Albinói" að erlendir ferðamenn hafa komið gagngert á Norðanverða Vestfirði til að sjá staðina þar sem myndin var tekin. Margir þeirra hafa rætt um myndina við mig, ég hef sagt þeim frá stöðunum og hvert þeir geti farið til að sjá "sögusviðið". Þessa helgi er einmitt einn þessara aðila staddur hér, hann kom hingað fyrst í desember 2007, næst kom hann í febrúar 2008 og aftur núna. Hann er "kolfallinn" fyrir Vestfjörðum og vill gefa út ljósmyndabók um Vestfirði.
Tvisvar hefur unnusta hans komið með honum og hélt hún tónleika í Hömrum s.l. laugardag, en hann var með ljósmyndasýningu þar á föstudagskvöldið. Hann ákvað að skilja myndirnar eftir í Hömrum og hanga þær því væntanlega uppi eitthvað áfram. Síðar um kvöldið gengum við nokkur saman og gafst honum þá tækifæri á að berja augum "bankann úr Nóa Albinóa", einnig var honum sagt frá nokkrum persónum sem komu fram í myndinni og tengslum þeirra við Ísafjörð og fólkið sem hann er búinn að kynnast þar.
Parið skoðar möguleika á gistingu fyrir sunnan í "heita reit" Faktorshússins, Hæstakaupstað
Kokstuleg tilviljun, skemmtiferðaskip í Sundahöfninni, Ísafirði, finnskt, frá heimabæ parsins
Maðurinn leigði sér hjól og lét sig ekki muna um að fara á því til Bolungarvíkur, þar óð hann út í sjó til að taka myndir af klettum. Honum finnst grjótið hérna frábrugðið því sem hann hefur séð í landinu sem þau búa í, hér sé eins og það "spretti upp úr jörðinni", en þar eins og þeir hafi "dottið niður" Eftir þetta hjólaði hann 2svar í Bónus og daginn eftir, inn í Súðavík.
Á sunnudaginn skruppum við á Þingeyri, þar sem brottför þeirra var ekki fyrr en undir kvöld. "Bókabúðin" þar er orðin óþekkjanleg miðað við útlit hússins í myndinni, en núverandi eigandi hefur unnið að endurbótum þess undanfarin misseri.
Þegar komið var til Þingeyrar var hann ekki lengi að taka við sér og hlaupa yfir götuna til að skreppa í sjoppuna "hans Nóa albinóa"! Skömmu síðar kom hann til baka með sunnudagsmoggann, en þar var umfjöllun um þau og maltflösku í annarri hendinni.
Í húsinu fyrir ofan "bókabúðina" var líka tekið upp atriði í myndinni, en við fórum aðeins inn í það, enda maki minn verið þar mörgum stundum og var þar staddur.
Við enduðum ferðina á Flateyri, en þar gat hann kíkt inn í "ekta" bókabúð. Þeim var síðan boðið upp á pylsur með öllu, en það var greinilega alveg ný upplifun
Það er ótrúlegt hvað margir hafa séð Nóa Albinóa og eignast myndina. http://www.youtube.com/watch?v=4l1Tgx2twDw
Ég á smá bút sem ég tók upp á myndband, þegar verið var að kvikmynda atriðið, þar sem Nóa var hent út af ballinu, "hin hliðin á málinu", áttaði mig á því, þegar ég sá bíómyndina.
20.7.2008 | 10:45
Málverk-farandsala
Þessi frétt birtist í morgun : www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/20/farandsali_handtekinn_a_isafirdi/
Ég man fyrst eftir slíkum aðilum á ferð fyrir tæplega 30 árum, þá fór viðkomandi reyndar í verslun hér í bæ, því þar mátti sjá verkin til sölu.
Þá vann ég í bankastofnun og man ekki betur en þar hafi slíkar myndir sést á vegg, allavegana hafði starfsfólkið orðið vart við sölumennina.
Það furðulega við þessa "listamenn" var að þeir árituðu verkin þegar þeir seldu þau, hægt var að sjá "sama verkið" með sitthvorri undirrituninni.
Fyrir nokkrum árum sá ég einn þessara aðila standa við borð í Kolaportinu með stafla af málverkum, alveg örugglega af "sama toga".
Það er svo ekki fyrr en núna undanfarin misseri sem heyrist að þessir aðilar séu handteknir við iðju sína. Einhvern veginn komast þeir inn í landið með stranga sína og samkvæmt fjölda verka sem sá, sem fréttin greinir frá var með, er um mikið magn að ræða. Hann hlýtur að hafa verið með yfirvigt. Nema... hann hafi komið með ferjunni.
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=118613
Dægurmál | Breytt 21.7.2008 kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2008 | 18:38
Styrkir til menningarmála og skemmtanalíf Ísfirðinga
Nú er fjallað um styrk frá sveitarfélaginu vegna fyrirhugaðrar fjölskylduskemmtunar, annars vegar í bloggfærslu og hins vegar á vefmiðli einum hér í bæ.
Nú sjá veitingamenn "sæng sína útbreidda", það sé hægt að sækja um styrk með nokkurra daga fyrirvara til að styðja við menningarflóruna.
Það er vandlifað í henni veröld. Til eru ýmsir sjóðir og nefndir sem úthluta styrkjum eftir ákveðnum reglum. Ákvörðunin er svo tekin af stjórnum og ráðum. Farið er yfir umsóknir, hugmyndir metnar, "gæði umsóknarinnar" hún þarf að vera trúverðug og rétt út fyllt.
Þrátt fyrir einlægan vilja og góðan ásetning er ekki þar með sagt að þetta takist alltaf og sitja því umsækjendur gjarnan eftir með "sárt ennið".
Í þetta skiptið var úthlutað lágri upphæð, en hún hefur hreyft við þeim sem veigra sér við að halda slíka viðburði sökum kostnaðar sem því fylgir.
Um síðustu helgi tók ég mig til og mætti í eitt þessara húsa. Þar var flutt lifandi danstónlist af brottfluttum Ísfirðingum sem hafa verið duglegir að sækja okkur heim og leika fyrir okkur ýmiskonar dægurtónlist. Fyrir nokkrum árum voru haldnir mjög skemmtilegir tónleikar á Torfnesi og eftir þá dansleikur á sama stað og nú, þar sem Ísfirðingar (fyrr og nú) tróðu upp. Það kvöld er mjög eftirminnilegt og myndaðist gamla góða "Hnífsdals stemmningin", en nú er öldin önnur!
Þegar ég mætti ásamt vinkonu minni, dóttur minni og vinkonum hennar var dauft yfir að líta. Inni voru varla mikið meira en 20 gestir, mér taldist til að starfsmennirnir hefðu verið 5 og svo fjölgaði um okkur 5, en ungu konurnar voru fljótar að forða sér út! Tónlistarmennirnir héldu ótrauðir áfram, léku og sungu þar til klukkan varð 3.
Mér þótti þetta afskaplega einkennilegt, reyndar fannst mér þetta frekar dónalegt og kom mér mjög á óvart.
Við vissum að í bænum voru margir "brottfluttir" Ísfirðingar í tengslum við m.a. Stóra púkamótið og var a.m.k. annar tónlistarmaðurinn mættur vegna þess.
Ég gekk til þeirra og spjallaði aðeins við þá á meðan þeir gengu frá hljóðfærunum, lýsti yfir furðu minni á þessu og hvað mér þætti þetta leiðinlegt þeirra vegna. Þeir voru pollrólegir, virtust ekki ætla að láta þetta á sig fá. Svona væri þetta stundum, en það hefði verið að koma og fara slatti af fólki allt kvöldið.
Ég held að veitingamenn séu ekki öfundsverðir yfirleitt, hvað þá á svona stundum!
Við gengum neðar á Eyrina vinkonurnar eftir þetta og sáum að fólk hafði safnast saman á einn stað, þar var reyndar aðallega yngra fólkið, en miðaldra fólkið sást ekki á ferli!
18.7.2008 | 18:14
Vinir Hæstakaupstaðar, vinir Ísafjarðar, Íslandsvinir
bb.is | 18.07.2008 | 16:04Sumarþrenna í Hömrum
Sannkölluð sumarþrenna verður í Hömrum næstu viku en þá eru þrír atburðir á dagskrá sem eru hluti af tónleikaröðinni Sumar í Hömrum. Þrennan hefst fimmtudagskvöldið 24. júlí klukkan 20 með tónleikum píanóleikarans og Ísfirðingsins Önnu Áslaugar Ragnarsdóttur. Á dagskránni eru ýmsar píanóperlur svo sem Ítalski konsertinn eftir Bach, Sonata Pathétique eftir Beethoven, Barcarolle eftir Chopin og verk eftir Jónas Tómasson og Olivier Messiaen.
Föstudagskvöldið 25. júlí klukkan 20 opnar svo rúmenski ljósmyndarinn Octavian Balea sýningu á verkum sínum í Hömrum undir yfirskriftinni Engill og Brúða. Aðaluppistaða sýningarinnar eru ljósmyndir sem hann tengir við frægt tónverk Bach, Goldberg-tilbrigðin. Finnski harmóníkuleikarinn Terhi Sjöblöm kemur fram á opnun sýningarinnar en daginn eftir, laugardaginn 26. júlí, heldur Terhi tónleika í fullri lengd með verkum eftir norræn tónskáld og fleiri. Hefjast tónleikar Terhi klukkan 16.
Aðgangur að öllum viðburðunum er ókeypis en tónleikaröðin Sumar í Hömrum hlaut styrk frá Menningarráði Vestfjarða í vor.
15.7.2008 | 23:47
Hátíðahöld í Hæsta
Undirbúningsnefndin að störfum....
Veislan hafin:
Við hringborðið
Heiðurskonur og Zontasystur Frændi, vinur og Zontasystir
Spjallað í koníaksstofunni Frá því að ég fæddist.....
Vinkonur, Zontasystir,félagi og veislustjóri Skírnargjafirnar mínar og fleira...
Litli bróðir gullsmiðurinn ( www.finnur.is )
Kunnuglegt?!
Bæjarstjórinn flytur kveðjur og ávarpar mig
Þessi pössuðu einu sinni á mig....
Maki, ættingjar og vinir
Frá því ég var á öðru ári...
Systkinin af Skaganum
Það var nú þá....!
Harmonikkuhjónin og gullsmiðurinn Mæðgurnar, Óli lokbrá, boltar, minnisvarði....
Parið við brekkuna Ís-fólkið sker í tertu....!
Ung söngkona syngur Imagine eftir John Lennon
Konur úr Víkinni og bræðurnir
Krónprinsessan í Hæsta
Mágkona mín og börnin hennar Bróðursonur minn
Vinkona og Zontasystir
Menning og listir | Breytt 16.7.2008 kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.7.2008 | 22:06
Skutulsfjörður fyrir landnám
Þetta er málverk eftir listakonuna Guðbjörgu Lind Jónsdóttur frá Ísafirði. Hún málaði þetta samkvæmt pöntun og var mér fært þetta að gjöf í tilefni af merkisáfanga í lífi mínu nýverið!
Þetta er alveg stórkostlegt listaverk, á stærð við glugga! Maki minn og listakonan náðu samkomulagi um myndefnið, ég á ekki til orð til að lýsa hrifningu minni
Flaggað fyrir mér
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2008 | 21:44
Gestir bjarga blómum
Það er kominn tími á færslu!
Ungir einstaklingar sem voru á ferð um Vestfirði í lok júnímánaðar tóku til sinna ráða þegar þau sáu að einhverjr höfðu slitið upp nokkur blóm á Austurvelli. Þau fóru í björgunaraðgerðir og settu blómin á sinn stað.
Gestkomandi börn tóku til sinna ráða...
Stoltir garðvinir á Austurvelli
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 14:36
Ísbirnir þá og nú...
Eftir alla umfjöllun fjölmiðla undanfarnar vikur um ísbirni, hvort sem þeir voru fangaðir eða reyndust vera hestar, varð mér hugsað til ársins 1965.
Þá var hafís inni á Norðfirði, þar sem ég var á ferð ásamt móður minni hjá föðurfólkinu mínu og fleiri skyldmennum.
Um þær mundir var aprílgabb útvarpsins einmitt í tengslum við ísbirni ("úllabbalabbalei..."), með Stefán Jónsson í broddi fylkingar!
Þarna var ég aðeins barn að aldri og lifði mig greinilega inn í alla þessa umfjöllun um hafís og meinta ísbirni! Það heyrðis líka mikið marr og brestir í ísnum!
Eitt kvöldið þegar ég hafði lagst í hvílu tókst mér engan veginn að festa svefn, vegna sannfæringar um að það væri ísbjörn inni í herberginu! Þegar móðir mín fór að athuga málið reyndist björninn aðeins vera pottofn, beint á móti rúminu!
Ég hef aldrei getað sofið við ljós, þarna hafði "eitthvað stórt" blasað við í rökkrinu...
Myndin er frekar lítil hjá mér, en þarna erum við nokkur börn, með hafísinn í baksýn á Norðfirði "hafísárið" 1965.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)