Vinir Hæstakaupstaðar, vinir Ísafjarðar, Íslandsvinir

terhi     Harmóníkuleikarinn Terhi Sjöblöm.

bb.is | 18.07.2008 | 16:04Sumarþrenna í Hömrum

Sannkölluð sumarþrenna verður í Hömrum næstu viku en þá eru þrír atburðir á dagskrá sem eru hluti af tónleikaröðinni Sumar í Hömrum. Þrennan hefst fimmtudagskvöldið 24. júlí klukkan 20 með tónleikum píanóleikarans og Ísfirðingsins Önnu Áslaugar Ragnarsdóttur. Á dagskránni eru ýmsar píanóperlur svo sem Ítalski konsertinn eftir Bach, Sonata Pathétique eftir Beethoven, Barcarolle eftir Chopin og verk eftir Jónas Tómasson og Olivier Messiaen.
Föstudagskvöldið 25. júlí klukkan 20 opnar svo rúmenski ljósmyndarinn Octavian Balea sýningu á verkum sínum í Hömrum undir yfirskriftinni Engill og Brúða. Aðaluppistaða sýningarinnar eru ljósmyndir sem hann tengir við frægt tónverk Bach, Goldberg-tilbrigðin. Finnski harmóníkuleikarinn Terhi Sjöblöm kemur fram á opnun sýningarinnar en daginn eftir, laugardaginn 26. júlí, heldur Terhi tónleika í fullri lengd með verkum eftir norræn tónskáld og fleiri. Hefjast tónleikar Terhi klukkan 16.

Aðgangur að öllum viðburðunum er ókeypis en tónleikaröðin Sumar í Hömrum hlaut styrk frá Menningarráði Vestfjarða í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband