Finnur gull, af manni!

Hinn mæti drengur, sem hefur nú hafið sjálfstæðan atvinnurekstur á Vesturlandi, nánar tiltekið á Akranesi, litli bróðir minn, gullsmiðurinn Finnur Guðni er kominn með heimasíðu!

Lénið er auðvelt að muna.  Drengurinn er hógvær á allan hátt, hvort sem um er að ræða verð eða annaðWink Sjón er sögu ríkari: www.finnur.is

Til hamingju með framtakið litli bróðir, ég fyllist stolti Kissing Joyful 

 

 


Eftir tónleikana í Bryggjusalnum

Ég skellti mér á tónleikana ásamt dóttur minni (við sluppum inn á myndina með fréttinni Blush).

bb.is/Pages/26?NewsID=117400

Ég sagði gestum mínum frá fyrirhugðum tónleikum og mættu þau öll (sem ég hafði náð að tilkynna málið).

Þetta var fróðlegt og skemmtilegt, ekki hefðbundnir tónleikar.

Það er alltaf gaman að fræðast um Grieg.

Við keyptum okkur bók um hann í fyrrahaust. Svo sáum við skemmtilegan þátt um norska tónskáldið í sjónvarpinu (Ruv) í vetur, mjög áhugaverður þáttur!

Ég er alltaf að rekast á eitthvað á netinu!  Haldiði ekki að Grieg sé til hljóðritaður á You Tupe!

 www.youtube.com/watch?v=J_Ztjt7JuUY&feature=related  

 

Troldhaugen  Þarna bjó tónskáldið, á Tröllahaug.

clip_image001  Edvard og Nina Grieg 


Langafi Grieg og tengingin við Hæstakaupstað



grieg.jpgÍ dag kl. 12:10 í Bryggjusal Edinborgarhússins:


Håkon Austbø, píanó


Þriðju hádegistónleikar Háskólaseturs Vestfjarða eru tileinkaðir norska tónskáldinu Edvard Grieg. Norski píanóleikarinn Håkon Austbø ætlar að leika hluta úr op. 66 og 72 eftir Grieg og um leið reyna að setja hina norsku þjóðlagahefð í evrópskt samhengi, líkt og Grieg gerði fyrstur manna.

 

 

 

Tónskáldið Edvard Grieg 

Við hjónin fórum á tónleika við heimili Grieg á Troldhaugen 1999, en það var ekki fyrr en með grúski mínu árið 2005 sem ég uppgötvaði tenginguna á milli hans og Björgvinjarmannanna!

Ég var mjög ánægð með þetta, hafði áður ákveðið að Grieg væri "tónskáld" hússins, þar sem hann var ekki einungis norskur heldur frá Bergen!

 

En uppgötvun mín var þessi:

hermann d- janson og frumteikningar björgvinjarmanna af faktorshúsinu í hæstakaupstað 1788 

Hr Janson, forsprakki Björgvinjarmanna sem reistu hús í Hæstakaupstað á Ísafirði 1788 og næstu ár þar á eftir.  Hann var langafi Grieg.

Björgvinjarmennirnir komu einnig við sögu í Bolungarvík.

Janson langafi Grieg átti þennan herragarð í Bergen og bjó þar

Damsgaard Herragarðurinn hefur verið opinn sem safn frá 1993, með garði í 18. aldar stíl, þar eru m.a. styttur.

Við hjónin fórum í aðra "pílagrímaferð" okkar til Bergen s.l. haust og létum þá opna fyrir okkur safnið, þar sem það er einungis opið yfir sumartímann, nema fyrir hópa.  Ég hafði samband við forstöðumann safnsins, sagði hvaðan við kæmum og frá tengingunni, þá vorum við boðin velkomin að kíkja á staðinn.

Það var mjög skemmtileg tilfinning að vera loksins komin á þennan merkilega stað og ganga með leiðsögn um alla bygginguna og garðinn.

Garðurinn við Damsgård 


19.júní! Svör við getraun - 15.júní 2008

Til hamingju með daginn, Íslensku konur!

Í tilefni dagsins finnst mér rétt að birta svörin við getrauninni minni.

Ég hef grúskað mikið á undanförnum árum og rekist á margt athyglisvert.

Saga karlanna er rakin ítarlega og það sem þeir hafa fengist við, en ef vel er að gáð má sjá minnst á konur!

Konan sem hér um ræðir var "kona mikilhæf í sjón og raun. Þótti svo mikið til hennar koma í kaupsýslumálum að þar stóðu henni fáir á sporði.  Stjórnaði hún Ólafsvíkurverslun um fimm ára skeið og hlaut af sæmdir miklar".  

Þetta rakst ég á í "Sögu Ísafjarðar" eftir Jón Þ.Þór

 

Spurningar og svör:

1.  Hver varð fyrst íslenskra kvenna til að stunda sjálfstæðan verslunarrekstur?

Hún hét Valgerður Pétursdóttir

2.  Hvaðan var hún? 

Frá Búð í Hnífsdal

3.  Hvað hétu eiginmenn hennar? 

Ernst Mathias Hedemann (stundum skrifað: Heidermann)

Holger Peter Clausen

Holm

Þeir voru allir danskir.

4.  Hvaða staður tengdi saman fyrsta mann og son hennar?

 Hæstikaupstaður, Ísafirði.

Þetta er einnig samkv. "Sögu Ísafjarðar" eftir Jón Þ.Þór, hef reyndar séð ýmislegt varðandi þetta í öðrum bókum og ritum.


17. júní 2007

Ísafirði, Þjóðhátíðardaginn 2007 

Á Eyrartúni (sjúkrahúss-túninu)

S5001418   Hér má sjá barn okkar, tendabarn, barnabarn og fleiri  S5001424    

  S5001425     Við safnahúsið (gamla sjúkrahúsið)

 S5001416  Þarna er ég í faðmi fjölskyldunnar og Vestfirðingar að sunnan

 

Á Silfurtorgi

S5001435  Amma og afi með barnabörnin

Hátíðahöld á Silfurtorgi

   S5001428    "Mysterious Marta" frænka mín við hljóðnemann      S5001427


Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2006

Hvað er Þjóðlegra en Þjóðhátíðardagur á Hrafnseyri í Arnarfirði?

Ég set hér með nokkrar myndir sem ég tók þar og í Dýrafirði 2006:

Prestar kirkjan burstabærinn Hrafnseyri 2006  Kirkjan á Hrafnseyri, tveir prestar við dyrnar, sést í burstabæinn.

Burstabærinn og kirkjan á Hrafnseyri 2006     Burstabærinn á Hrafnseyri 2006                 

Þjóðhátíðargestir aðstoða við flutning á píanóinu.     Þjóðhátíðargestir á Hrafnseyri 2006 með píanó

Valdimar á Hrafnseyri 2006  Valdimar staðarhaldari við burstabæinn.  

 

Eiríkur Finnur formaður Hrafnseyrarnefndar 2006  Eiríkur Finnur Greipsson formaður Þjóðhátíðarnefndar flytur háttíðarræðu

 

Margrét Gunnarsdóttir spilar á píanóið á Hrafnseyri 2006  Margrét Gunnarsdóttir við slaghörpuna

Lóa Odds með regnhlíf á Hrafnseyri 2006        Börn við burstabæinn á Hrafnseyri 2006      Ólöf Guðný og Unnur Jökulsdóttir á Hrafnseyri 2006 

  Fólk við burstabæinn á Hrafnseyri 2006 Eftirgerð burstabæjarins sem Jón Sigurðsson forseti fæddist í 18.júní 1811.

 

Kirkjan á Hrafnseyri við Arnarfjörð 2006   Hrafnseyrarkirkja við Arnarfjörð17.júní 2006.

Undir hvalbeini í Skrúði 17 júní 2006  Á heimleiðinni kíktum við í Skrúð, einn af fjórum skrúðgörðum Ísafjarðarbæjar.  Skrúður er sá sem allir slíkir garðar á Íslandi eru kenndir við, enda elstur.  Skrúður verður 100 ára 2009.

Það voru girnilegir réttirnir sem voru frambornir fyrir okkur á Núpi!

P1013374            P1013375     P1013376    P1013377

 

 

 


Bör Börsson í Hæstakaupstað

Ég rakst inn á þessa síðu:.

http://gislihelgason.blog.is/blog/gislihelgason/#entry-564848

Þarna er getið um bók sem var lesin fyrir bekkjarsystkin mín í barnaskólanum.  Ég held að við sem nutum þess upplesturs munum ekki gleyma þessari stórkostlegu sögu.

Fyrir nokkrum árum kom árgangurinn saman og langaði mig þá til að fá einhvern til að lesa úr bókinni.  Það var búið að skipuleggja dagskrá helgarinnar og margt skemmtilegt sem við gerðum, farið var í óvissuferð, rútan stöðvaði á leyndum stað í Ísafjarðarbæ, þar sem biðu okkur gestgjafar og veitingar (bannað að segja hvar Wink). 

Í bakaleiðinni var ákveðið að bæta við óvæntum áningarstað.  Þegar þangað var komið horfði ég yfir hópinn og velti vöngum yfir hver væri nú heppilegasti upplesarinn.  Bókin sem ég hafði eignast einhverjum árum áður beið ólesin og mig langaði að heyra hana lesna!

Þar sem ég fylgdist með skólastystkinunum streyma inn í salinn á efri hæð Faktorshússins í Hæstakaupstað, rann upp fyrir mér ljós!   Auðvitað, þetta lá í augum uppi!  Í hópnum var lærður leikari, enginn annar en Helgi Björnsson, hann hafði hlustað á kennarann á sínum tíma og deildi þessum minningum með stórum hluta af hópnum.  Ég vatt mér að honum og bar upp erindið.  Helgi var þarna að hitta okkur í fyrsta skipti eftir að skólagöngunni lauk, hann brást vel við bóninni.

 ~lwf0000  Helgi viðbúinn kalli frá mér, þarna er hann á meðal skólasystkinanna úr "12 mílna árganginum".

Helgi Björnsson les úr Bör Börsyni  Helgi Björnsson fór á kostum við lestur á Bör Börssyni   LoL

 Hlustað á Bör Gaman að Bör Börssyni   Grin 

 


Kona - getraun!

Hver varð fyrst íslenskra kvenna til að stunda sjálfstæðan verslunarrekstur?

Hvaðan var hún?

Hvað hétu eiginmenn hennar?

Hvaða staður tengdi saman fyrsta mann og son hennar?

 

 

 


Titanic tenging við Ísafjörð...

Íslenski konsúllinn fyrir rannsóknina á Titanic slysinu...

www.bb.is/?PageID=26&NewsID=68932

www.encyclopedia-titanica.org/discus/messages/5671/35944.html?1030629046

Ég á bók um Titanic:

TITANIC-tre timer der rystede verden eftir Wolf Schneider, blaðamann sem fæddist árið 1925. Hann fékk áhuga á Titanic þegar hann var drengur og kynnti sér allt sem því tengdist.  Bókin var gefin út hjá P.Haase & Söns Forlag í Kaupmannahöfn árið 1998.

 

 

 


Ja hérna! Þetta var ekki ísbjörn....

Ég fékk þessa slóð senda í tölvupósti og datt í hug að setja hana hér inn.

Þetta er ekki fyrir viðkvæma. 

Þetta er ekki fyrir dýravini, þið að taka afstöðu til þess áður en þið ákveðið að horfa á þetta!

www.dagbladet.no:80/tv/2008/06/12/537963.html


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband