Ísbirnir þá og nú...

Eftir alla umfjöllun fjölmiðla undanfarnar vikur um ísbirni, hvort sem þeir voru fangaðir eða reyndust vera hestar, varð mér hugsað til ársins 1965.

Þá var hafís inni á Norðfirði, þar sem ég var á ferð ásamt móður minni hjá föðurfólkinu mínu og fleiri skyldmennum.

Um þær mundir var aprílgabb útvarpsins einmitt í tengslum við ísbirni ("úllabbalabbalei..."), með Stefán Jónsson í broddi fylkingar!

Þarna var ég aðeins barn að aldri og lifði mig greinilega inn í alla þessa umfjöllun um hafís og meinta ísbirni!  Það heyrðis líka mikið marr og brestir í ísnum!

Eitt kvöldið þegar ég hafði lagst í hvílu tókst mér engan veginn að festa svefn, vegna sannfæringar um að það væri ísbjörn inni í herberginu!  Þegar móðir mín fór að athuga málið reyndist björninn aðeins vera pottofn, beint á móti rúminu!

Ég hef aldrei getað sofið við ljós, þarna hafði "eitthvað stórt" blasað við í rökkrinu... Frown

 

Hafís á Norðfirði 1965  Myndin er frekar lítil hjá mér, en þarna erum við nokkur börn, með hafísinn í baksýn á Norðfirði "hafísárið" 1965.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég var skíthrædd við ísbirni sem barn. Er frá Húsavík og man vel eftir Skjálfanda fullum af ís

Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Faktor

Ég held ég hafi nú jafnað mig að mestu á þessu, enda hafa þeir haldið sig fjær mér á landinu

Faktor, 25.6.2008 kl. 16:10

3 identicon

Sæl frænka!

Sá á síðunum hjá ömmustelpunum þínum að það væri stór dagur í dag.

Til lukku með daginn og vonandi hefur þú það gott

Helga Rebekka - frænka (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Faktor

Kæra Helga Rebekka.

Takk yfrir afmæliskveðjuna!

Jú mikið rétt, þetta telst víst merkur áfangi í lífi hvers og eins

Hulda Ösp var svo almennileg að gefa mér afmælisgjöf!  Drengur fæddur í morgun

Faktor, 26.6.2008 kl. 16:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er von að börnin verði hrædd þegar svona fréttamennska er í gangi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 21:38

6 Smámynd: Faktor

Til hamingju með soninn Ásthildur og það sem hann var að gera!

Minn maki átti afmæli 8.júlí og fleiri mætir Íslendingar

Það er vertíð hjá minni fjölskyldu þessar vikurnar   smá hlé á blog-rituninni á meðan.

Faktor, 9.7.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband