Færsluflokkur: Dægurmál

Það vantar fólk í vinnu á Vestfjörðum

Samkvæmt þessari frétt, vantar fólk í vinnu á Vestfjörðum.  Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, annars vegar að það vanti fólk í vinnu og hins vegar að okkur vanti fólk sem er tilbúið að koma með sína sérhæfingu og hefja hér störf.  Hér eru tækifæri, það eru göt í markaðinum, við getum vel tekið á móti fleira fólki, hér er gott að búa, gott fólk, fyrirtæki, þjónusta og stofnanir.  Hér er fjölbreytt félagslíf og námsframboð.   Það er gott að búa úti á landi, það er gott að búa á Vestfjörðum Happy  

Ég tel mig vita að það eru fleiri störf á lausu, en þau sem hér eru tilgreind, það eru sjálfsagt ekki öll fyrirtæki og rekstraraðilar sem leita til Vinnumálastofnunar, þá er leitað annarra leiða.

Hér er starfandi Atvinnuþróunarfélag, fyrirtæki sem heitir Alsýn, Atvinnumálanefnd á vegum sveitarfélagsins og svo mætti áfram telja.

bb.is | 30.07.2008 | 15:22Vantar fólk í vinnu á Vestfjörðum

Fjöldi atvinnulausra hefur ekki verið lægri á Vestfjörðum um árabil en níu manns eru á skrá hjá Vinnumálastofnun í dag. „Talan hefur verið ansi lág hjá okkur undanfarið. Atvinnuleysi er mjög lítið á Vestfjörðum og það er aðallega þar sem þenslan er sem mest, eins og á höfuðborgarsvæðinu. Hér hins vegar vantar fólk í vinnu“, segir Auður Matthíasdóttir, hjá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða. Á vef Svæðisvinnumiðlunar á Vestfjörðum eru þrettán störf auglýst, eða alls 21 stöðugildi. Meðal annars er leitað eftir húsasmið, vélamönnum, matráði og leikskólakennara.

thelma@bb.is

 


Málverk-farandsala

Þessi frétt birtist í  morgun Police:   www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/20/farandsali_handtekinn_a_isafirdi/ 

Ég man fyrst eftir slíkum aðilum á ferð fyrir tæplega 30 árum, þá fór viðkomandi reyndar í verslun hér í bæ, því þar mátti sjá verkin til sölu.

Þá vann ég í bankastofnun og man ekki betur en þar hafi slíkar myndir sést á vegg, allavegana hafði starfsfólkið orðið vart við sölumennina.

Það furðulega við þessa "listamenn" var að þeir árituðu verkin þegar þeir seldu þau, hægt var að sjá "sama verkið" með sitthvorri undirrituninni.

Fyrir nokkrum árum sá ég einn þessara aðila standa við borð í Kolaportinu með stafla af málverkum, alveg örugglega af "sama toga". Shocking

Það er svo ekki fyrr en núna undanfarin misseri sem heyrist að þessir aðilar séu handteknir við iðju sína. Bandit    Einhvern veginn komast þeir inn í landið með stranga sína og samkvæmt fjölda verka sem sá, sem fréttin greinir frá var með,  er um mikið magn að ræða. Hann hlýtur að hafa verið með yfirvigt.  Nema... hann hafi komið með ferjunni. Woundering

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=118613 

 


Skutulsfjörður fyrir landnám

P6253105  

Þetta er málverk eftir listakonuna Guðbjörgu Lind Jónsdóttur frá Ísafirði.  Hún málaði þetta samkvæmt pöntun og var mér fært þetta að gjöf í tilefni af merkisáfanga í lífi mínu nýverið!

Þetta er alveg  stórkostlegt listaverk, á stærð við glugga!  Maki minn og listakonan náðu samkomulagi um myndefnið, ég á ekki til orð til að lýsa hrifningu minni Smile

P6263112 

Flaggað fyrir mér Blush

  

 

 

 


Gestir bjarga blómum

Það er kominn tími á færslu!

Ungir einstaklingar sem voru á ferð um Vestfirði í lok júnímánaðar tóku til sinna ráða þegar þau sáu að einhverjr höfðu slitið upp nokkur blóm á Austurvelli.  Þau fóru í björgunaraðgerðir og settu blómin á sinn stað.

P6273132   Blóm lágu út um víðan völl!

 

 

Börnin tóku til sinna ráða    Gestkomandi börn tóku til sinna ráða...

P6273147  Börn bjarga blómum

P6273152     Börnin voru natin við verkið

P6273154    Vinir Austurvallar

P6273136   Stoltir garðvinir á Austurvelli

         


Ja hérna! Þetta var ekki ísbjörn....

Ég fékk þessa slóð senda í tölvupósti og datt í hug að setja hana hér inn.

Þetta er ekki fyrir viðkvæma. 

Þetta er ekki fyrir dýravini, þið að taka afstöðu til þess áður en þið ákveðið að horfa á þetta!

www.dagbladet.no:80/tv/2008/06/12/537963.html


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband