Fyrirlestur í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða

Ég sat og hlýddi á fyrirlestur Sigríðar Ólafar Kristjánsdóttur í Vísindaportinu í hádeginu.  Þar fræddi hún okkur um byggðina í Hnífsdal, mannlíf þar, en ekki síst hið mannskæða snjóflóð sem féll þar þann 18.febrúar 1910, þar sem létust 20 manns. 

Þetta var mjög fróðleg samantekt hjá henni.  Hún sýndi m.a. kort af Hnífsdal þar sem hún hafði fært inn á bæjanöfn og ýmislegt annað sem tengdist sögu staðarins og útræði, birti nöfn fólks og fjölskyldutengsl.

Hún sagði okkur frá ekkjum sem bjuggu áfram á bæjunum og ráku búin eftir lát eiginmannanna, las úr endurminningum Páls Pálssonar og fleira.

Þegar hún nefndi hinar dugmiklu konur í Hnífsdal, hugsaði ég til Valgerðar Pétursdóttur frá Búð sem ég nefndi í fyrri færslum mínum:  http://faktor.blog.is/admin/blog/?entry_id=568210  og  http://faktor.blog.is/admin/blog/?entry_id=570852


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband