Styrkir til menningarmála og skemmtanalíf Ísfirðinga

Nú er fjallað um styrk frá sveitarfélaginu vegna fyrirhugaðrar fjölskylduskemmtunar, annars vegar í bloggfærslu og hins vegar á vefmiðli einum hér í bæ.

Nú sjá veitingamenn "sæng sína útbreidda", það sé hægt að sækja um styrk með nokkurra daga fyrirvara til að styðja við menningarflóruna. 

Það er vandlifað í henni veröld.  Til eru ýmsir sjóðir og nefndir sem úthluta styrkjum eftir ákveðnum reglum.  Ákvörðunin er svo tekin af stjórnum og ráðum.  Farið er yfir umsóknir, hugmyndir metnar, "gæði umsóknarinnar" hún þarf að vera trúverðug og rétt út fyllt. 

Þrátt fyrir einlægan vilja og góðan ásetning er ekki þar með sagt að þetta takist alltaf og sitja því umsækjendur gjarnan eftir með "sárt ennið".

Í þetta skiptið var úthlutað lágri upphæð, en hún hefur hreyft við þeim sem veigra sér við að halda slíka viðburði sökum kostnaðar sem því fylgir. 

Um síðustu helgi tók ég mig til og mætti í eitt þessara húsa.  Þar var flutt lifandi danstónlist af brottfluttum Ísfirðingum sem hafa verið duglegir að sækja okkur heim og leika fyrir okkur ýmiskonar dægurtónlist.  Fyrir nokkrum árum voru haldnir mjög skemmtilegir tónleikar á Torfnesi og eftir þá dansleikur á sama stað og nú, þar sem Ísfirðingar (fyrr og nú) tróðu upp.  Það kvöld er mjög eftirminnilegt og myndaðist gamla góða "Hnífsdals stemmningin", en nú er öldin önnur!

Þegar ég mætti ásamt vinkonu minni, dóttur minni og vinkonum hennar var dauft yfir að líta.  Inni voru varla mikið meira en 20 gestir, mér taldist til að starfsmennirnir hefðu verið 5 og svo fjölgaði um okkur 5, en ungu konurnar voru fljótar að forða sér út!  Tónlistarmennirnir héldu ótrauðir áfram, léku og sungu þar til klukkan varð 3.

Mér þótti þetta afskaplega einkennilegt, reyndar fannst mér þetta frekar dónalegt og kom mér mjög á óvart. 

Við vissum að í bænum voru margir "brottfluttir" Ísfirðingar í tengslum við m.a. Stóra púkamótið og var a.m.k. annar tónlistarmaðurinn mættur vegna þess. 

Ég gekk til þeirra og spjallaði aðeins við þá á meðan þeir gengu frá hljóðfærunum, lýsti yfir furðu minni á þessu og hvað mér þætti þetta leiðinlegt þeirra vegna.  Þeir voru pollrólegir, virtust ekki ætla að láta þetta á sig fá.  Svona væri þetta stundum, en það hefði verið að koma og fara slatti af fólki allt kvöldið.

Ég held að veitingamenn séu ekki öfundsverðir yfirleitt, hvað þá á svona stundum!

Við gengum neðar á Eyrina vinkonurnar eftir þetta og sáum að fólk hafði safnast saman á einn stað, þar var reyndar aðallega yngra fólkið, en miðaldra fólkið sást ekki á ferli! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband