Farskóli á Ísafirði - FÍSOS 2008

Þann 18.september s.l. sat ég Farskóla íslenskra safnamanna í Edinborgarhúsinu, Ísafirði.  Dagskráin var mjög fróðleg spannaði yfir allan daginn.  Um kvöldið var haldin þar árshátíð FÍSOS.  Dagskráin var glæsileg, þríréttaður matur, í höndum vertsins í Neðsta og aðstoðarfólks hans.

 Frummælendur:

  • Einar Kárason, rithöfundur.
    Leikmannsþankar um gamalgróin byggðarlög.
  • Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður.
    Sagan - borgin - sjálfsmyndin. Minni og óminni.
  • Guðrún Helgadóttir, prófessor við Hólaskóla.
    Neyðarlegt hvað keisarinn er ber, nú kæmi sér vel að kunna að spinna.
  • Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
    Hallir eru vaxnar upp úr kofum.
  • Helgi Bollason, arkitekt.
    Laugarvegur, hvað viltu verða?
  • Magnús Skúlason, arkitekt.
    Bátar og strandminjar, hugleiðingar.
  • Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður.
    Vangaveltur um báta- og vélasafn Þjóðminjasafnsins, framtíðarsýn.
  • Margrét Harðardóttir, arkitekt.
    Stefnuleysi í húsverndunarmálum.
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skipulagsfræðingur.
    Söguleg verðmæti eru líka efnahagsleg verðmæti.

                             

Fundar- og pallborðsstjóri var Egill Helgason (Silfur-Egils).

Farskóli safnamanna 18 september 2008 012

Pallborðsumræður

Farskóli safnamanna 18 september 2008 019

Svanhildur, Dagný og Helga Margrét

Farskóli safnamanna 18 september 2008 020

Halldór Smárason

Farskóli safnamanna 18 september 2008 035

Einn þátttakenda sagði okkur sögu og söng eitt lag

Farskóli safnamanna 18 september 2008 029

Einar Kárason sagði okkur frá æskuminningunum sínum á Ísafirði.  Hann nefndi ýmsar persónur sem bjuggu hérna, leikfélagann og uppátæki þeirra.  Þeir léku sér t.d. í Suðurtanganum, hjá  togaranum Guðmundi Júní, en fremri hluti hans stóð þar lengi upp úr sjónum.  Síðar hefðu þessar minningar orðið til þess að hann skrifaði um Skipasmiðinn Marsellíus og syni hans í bókina "Heimskra manna ráð" og lent inni á "ættarmóti Massafólksins" í Faktorshúsinu Hæstakaupstað fyrir nokkrum árum.  Reyndar var þá verið að opna sýningu um "Skipasmiðinn í Neðsta", sú bók var einn af "sýningargripunum".  Einar gekk inn í húsið þegar henni var stillt upp, klukkustund fyrir opnunina.  Að sjálfsögðu var honum boðið að vera með, þar sem um svo skemmtilega tilviljun var að ræða Wink  Nokkrir af ættingjum Massa voru einnig viðstaddir og fór vel á með þeim og Einari Smile

Farskóli safnamanna 18 september 2008 025

Þessir koma úr Árbænum í Rvk og frá Hólmavík

Farskóli safnamanna 18 september 2008 022

Safnamennirnir á Görðum Akranesi

Farskóli safnamanna 18 september 2008 026

Þau komu að norðan og austan

Farskóli safnamanna 18 september 2008 031

Boðið upp á ábót   

Farskóli safnamanna 18 september 2008 024

2 "safngripir"

Farskóli safnamanna 18 september 2008 027

Þrír í þungum þönkum

Farskóli safnamanna 18 september 2008 028

Við borðhaldið

Farskóli safnamanna 18 september 2008 037

Gaman saman

bb.is | 23.09.2008 | 10:54Hvað skal geymt og hvað ekki?

Árlegur farskóli íslenskra safna og safnmanna var haldinn á Ísafirði í síðustu viku. Jón Sigurpálsson forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða var skólastjóri farskólans. Að hans sögn gekk farskólinn mjög vel. „Svona líka glimrandi vel. Það voru fyrirlestrar og mjög ganglegar umræður í kringum þá. Meðal annars var hið umdeilda málefni „hvað á að geyma og hvað ekki?“ tekið fyrir. Það eru skiptar skoðanir um hvað teljist til minjar og hvað ekki. Formleg niðurstaða mun birtast innan tíðar,“ segir Jón. „Um kvöldið var haldið til veislu sem Lúðvík Valdimarsson stjórnaði og Einar Kárason rithöfundur minntist gamalla tíma frá Ísafirði. Það getur samt verið vandasamt verk að minnast einhvers þegar þjóðminjaverðir og sagnfræðingar eru að hlusta. Menn þurfa að vera afar nákvæmir og ekki rugla neinni sögulegri staðreynd. Svo var slegið upp dansleik og var dansinn stiginn eitthvað fram eftir nóttu. Ég gat ekki séð annað en fólk hafi verið ótrúlega ánægt með þetta allt saman,“ segir Jón Sigurpálsson.

birgir@bb.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þarna hefði ég viljað vera!

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.9.2008 kl. 03:09

2 Smámynd: Faktor

Þetta var frábær dagur og kvöld :-)

Áhugaverð erindi og skemmtilegt fólk.

Faktor, 29.9.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband