18.11.2008 | 17:06
Virðisaukinn
Fjölmennt var í Háskólasetrni Vestfjarða í dag þ.e. í Vestrahúsinu við Suðurgötu. Þar voru fluttar ræður af hálfu forsvarsmanna stofnana sem þar eru til húsa. Eigandi hússins var einn þeirra sem ávarpaði gesti. Hann lýsti yfir ánægju með iðnaðarmennina sem hér eru, hvað þeir vinni vel og hvað þeir séu góðir.
Hvernig værum við stödd ef þeirra nyti ekki við? Þeir koma við sögu í ótal þáttum, nýsköpun, uppbyggingu, viðhaldi o.s.frv.
Síðast á dagskrá var afhending frumkvöðlaverðlauna. Formaður Atvinnumálanefndar bauð viðstadda fulltrúa nefndarinnar að standa sér við hlið þegar forseti bæjarstjórnar afhenti verðlaunin. Við brugðumst að sjálfsögðu vel við þeirri beiðni
Ég birti hérna umfjöllun héraðsfréttamiðils varðandi málið:
bb.is | 18.11.2008 | 16:47Háskólasetrið hlaut Virðisaukann
Háskólasetur Vestfjarða hlaut Virðisaukann, frumkvöðlaverðlaun Ísafjarðarbæjar, sem afhent voru við hátíðlega athöfn í dag. Það var Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sem afhenti Peter Weiss verðlaunin og sagði við það tæki færi að það væri hverju okkar nauðsynlegt að fá klapp á bakið og hrós fyrir vel unnin verk, hvort heldur væri í leik eða starfi. Að sama skapi er það nauðsynlegt fyrir bæjarfélag á borð við Ísafjarðarbæ að vera vakandi fyrir því sem er vel gert í samfélagi okkar og láta viðurkenningu í ljósi þegar við á. Í viðleitni við að hrósa eða hvetja hafa bæjaryfirvöld á liðnum árum veitt viðurkenningar á ýmsum sviðum og má þar nefna bæjarlistamenn og heiðursborgara, fallegt hús og snyrtilegt umhverfi og síðast en ekki síst verðlaun fyrir framlag til atvinnuuppbyggingar í Ísafjarðarbæ. Verðlaunin bera nafnið Virðisaukinn og er það til marks um þann hug sem bæjaryfirvöld bera til þeirra fyrirtækja og stofnanna sem viðurkenninguna hljóta. Verðlaunahafarnir eru sannkallaðir virðisaukar fyrir bæjarfélagið , sagði Birna.Þetta er í sjötta skiptið sem Ísafjarðarbær veitir slík verðlaun en á undan hafa farið Hraðfrystihúsið Gunnvör, 3X Technology, Sveinbjörn Jónsson, Glitnir hf., og Klofningur ehf., fengið verðlaunin. Í rökstuðningi atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar fyrir valinu segir: Verðlaunin eru ætluð sem hvatning handa þeim sem sýna frumkvæði í málum er varða bæjarfélagið og samborgara. Við veitingu er tekið tillit til framlags við aukningar á atvinnu eða menntun, til meiri fjölbreytni í atvinnu, menntunar eða afþreyingu, til aukins sýnileika bæjarfélagsins á landsvísu eða sérstaks árangurs á svið þróunar vöru, þjónustu eða markaðssetningu. Það er niðurstaða atvinnumálanefndar með hliðsjóna að þessu sé Háskólasetur Vestfjarða vel að þessum verðlaunum komið. Þetta er ung stofnun, aðeins þriggja ára gömul, og byggð á góðum grunni. Hún byrjaði smátt en hefur vaxið mjög á síðustu árum. Þar starfa níu manns ásamt stundakennurum og eru því alls sautján stöðugildi við setrið.
birgir@bb.is
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.