Hann var tíður gestur á æskuheimli mínu.

Þorvaldur Garðar Kristjánsson og eiginkona hans heitin, Elísabet Kvaran, komu oft á æskuheimili mitt. Þau voru alltaf mjög góð við mig.

http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=610

Í æsku var hann eitt af börnunum í Hrauni á Ingjaldssandi, hjá langafa mínum og langömmu, Bernharði Jónssyni og Sigríði Finnsdóttur.

Árið 1999 var gefið út Niðjatal um "Hraunsættina" á Ingjaldssandi, í tengslum við niðjamót sem haldið var að Núpi í Dýrafirði.  Þar birtist fróðleg frásögn, eftir Þorvald Garðar um "Hraunsárin" hans.

Þar rakti hann m.a. tildrög þess að hann fór með langafa að Hrauni, frá Flateyri, þegar Þorvaldur var aðeins þriggja ára að aldri.  Þorvaldur fæddist í Valþjófsdal, þar sem langafi minn og langamma bjuggu áður.

Blessuð sé minning þeirra hjóna.

 


Fyrirlestur í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða

Ég sat og hlýddi á fyrirlestur Sigríðar Ólafar Kristjánsdóttur í Vísindaportinu í hádeginu.  Þar fræddi hún okkur um byggðina í Hnífsdal, mannlíf þar, en ekki síst hið mannskæða snjóflóð sem féll þar þann 18.febrúar 1910, þar sem létust 20 manns. 

Þetta var mjög fróðleg samantekt hjá henni.  Hún sýndi m.a. kort af Hnífsdal þar sem hún hafði fært inn á bæjanöfn og ýmislegt annað sem tengdist sögu staðarins og útræði, birti nöfn fólks og fjölskyldutengsl.

Hún sagði okkur frá ekkjum sem bjuggu áfram á bæjunum og ráku búin eftir lát eiginmannanna, las úr endurminningum Páls Pálssonar og fleira.

Þegar hún nefndi hinar dugmiklu konur í Hnífsdal, hugsaði ég til Valgerðar Pétursdóttur frá Búð sem ég nefndi í fyrri færslum mínum:  http://faktor.blog.is/admin/blog/?entry_id=568210  og  http://faktor.blog.is/admin/blog/?entry_id=570852


Hús í Hæstakaupstað og öðrum kaupstöðum á Ísafirði

Á miðri Skutulsfjarðareyri, er svonefndur Hæstikaupstaður.  Þar reistu Björgvinjarmenn frá Noregi samtal 8 hús á árunum 1788-1791.  Af þessum átta húsum stendur aðeins eitt eftir, en það er íbúðarhús verslunarstjórans, eða Faktorshúsið, sem var reist árið 1788.

Annað hús, sem er kennt við Hæstakaupstað er Sölubúðin, hin yngri, byggð árið 1873, en þá var gamla sölubúðin, frá tíma Björgvinjarmanna, reist 1788, rifin til grunna.

Síðar voru önnur Hæstakaupstaðarhús rifin, síðast Naustið, reist 1788 sem var rifið á fyrri hluta 20.aldar.

Hæstikaupstaður ca 1890

Hæstikaupstaður ca 1890, frá vinstri Sölubúðin (1873), Naustið (1788) og Faktorshúsið (1788). 

Á mynd(um) af húsunum frá því um 1920 sést áletrun á Suður-gafli Faktorshússins, en þar stóð: "Hæstikaupstaðurinn", sem var heiti á fyrirtækinu sem var þá starfrækt "í Hæsta". 

Hæstikaupstaður ca 1910

Hæstikaupstaður ca 1920, á gafli Faktorshússins, hægra megin á myndinni, er áletrað: Hæstikaupstaðurinn.

Ísfirðingar hafa á seinni árum kallað Sölubúðina "Hæstakaupstaðarhús", en ef annað húsið á að vera kennt við Hæstakaupstað með ákveðnum greini, er það að sjálfsögðu eldra húsið, þ.e. Faktorshúsið.

Í Hæstakaupstað standa "Hæstakaupstaðarhúsin, Faktorshúsið og Sölubúðin (verslunarhúsið).

P1012673 Hæsti 17 maí 2008 smækkuð

Hæstikaupstaður 17.maí 2008: t.v. Sölubúðin t.h. Faktorshúsið.

Undirrituð hefur kynnt sér vel sögu Hæstakaupstaðar og safnað að sér miklu efni henni tengdu. Fram á síðasta áratug 20.aldar var Faktorshúsið ýmist nefnt skv. götuheiti og húsnúmeri, eða "Hæstakaupstaðarhúsið".  Þegar þar var komið sögu var hafist handa við að hefja bygginguna til vegs og virðingar, þá var "burstað rykið" af upphaflegu skilgreiningunni, þ.e. Faktorshús(ið) (í Hæstakaupstað).

Hæstakaupstað 26 október 2008 002 smækkuð

Til vinstri: Sölubúðin, til hægri: Faktorshúsið, í Hæstakaupstað, október 2008.

 

P1012965 Hæsti 17 júní 2009 smækkuð

Hæstakaupstað - við Austurvöll á Ísafirði, 17.júní 2008.

Við þetta "risu upp raddir" sem vildu meina að þá væri verið að "stela nafninu af Faktorshúsinu í Neðstakaupstað", sem er að sjálfsögðu alveg út í hött.  Þarna er um sitthvorn "kaupstaðinn" að ræða, að auki var Faktor(shús) í Miðkaupstað, en hann er yngstur hinna þriggja kaupstaða á Ísafirði. 

Í Neðstakaupstað eru húsin nefnd eftir því sem "sagan hermir", þ.e. Faktorshús, Krambúð, Turnhús (á því er reyndar turn Wink) og Tjöruhús.  Þau hús voru reist á tímabili Einokunarverslunar á Íslandi.

 Ísaf fyrri helmingi febrúar 2010 Neðstakaupstað 061 smækkuð

Neðstikaupstaður á Ísafirði, frá vinstri: Turnhúsið Krambúðin,Tjöruhúsið og Faktorshúsið.

 

 

 

 

 


Væntanleg Saga Þórunnar

Þessar myndir tók ég af Þórunni og eiginmanni hennar, í Reykjavík fyrir mánuði síðan.

Það var ánægjulegt að hitta þau hjónin, þótt tíminn væri naumur, en það voru þá liðin 9 ár frá því að við hittumst síðast.Woundering                      

Ísaf Rvk Stykkishólmur Ferjan Baldur heimleið byrjun sept  2009 037       Ísaf Rvk Stykkishólmur Ferjan Baldur heimleið byrjun sept  2009 039

Ég kynntist þeim hjónum þegar ég var ein af fjölskyldunni, þeirra, árin 1976-1978.  Börnin þeirra sem þá voru fjögur voru og eru enn, góðir vinir mínir.  Þau eru trygglynd og hafa gjarnan kíkt í heimsókn til mín og fjölskyldunnar þegar færi hefur gefist.

Það verður fróðlegt að sjá og lesa bókina um Þórunni sem kemur út fyrir næstu jól, en Elín Albertsdóttir blaðamaður, ritar söguna.

 


mbl.is Óvenjuleg lífssaga íslensks undrabarns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævintýrakona á níræðisaldri

Elsta systir móður minnar heitinnar, á níræðisaldri, nýtur lífisns þessa dagana  Wink

http://bb.is/?PageID=26&NewsID=135840

http://bb.is/Pages/26?NewsID=136526

Ég nefndi við hana á Niðjamóti í júlí s.l. að hún ætti nú bara að skella sér með einhverjum sonanna á mótorhjól Whistling  

Ísaf Núpur Ingjaldssandur  26 júlí 2009 MHA vél 039

Nú hefur Adda slegið til og gott betur en það Cool 

 

 

 


Lýðveldið Ísland í 65 ár.

Gleðilega Þjóðhátíð, kæru Íslendingar, nær og fjær. 

Áfram Ísland Cool 

 

P6178754          P6178755

 

P1017047   17.júní 2004 á Ísafirði 013

 

 


Sýning um skipasmíðar Marsellíusar Bernharðssonar

Þann 7. febrúar s.l. var opnuð sýning í Safnahúsinu Eyrartúni (gamla sjúkrahúsinu) á Ísafirði, um skipasmíðar Marsellíusar Bernharðssonar (f. 16.8.1897 d. 2.2.1977).  Kristján G. Jóhannsson athafnamaður á Ísafirði, stóð fyrir þessu framtaki.  Hann var búinn að safna að sér efni, sem var prentað á veggspjöld.  Það samanstendur af myndum og texta, t.d. úr dagblöðum og blöðum útgefnum á Ísafirði.

Við opnun sýningarinnar voru viðstödd börn og tengdabörn Marsellíusar og Albertu Albertsdóttur, sem búsett eru Ísafirði og í Bolungarvík, auk annarra gesta.  Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera í þessum hópi og tók þá meðfylgjandi myndir.

6 og 7 febrúar 2009 011        6 og 7 febrúar 2009 012 

6 og 7 febrúar 2009 036         S5005419

6 og 7 febrúar 2009 029       

6 og 7 febrúar 2009 009   6 og 7 febrúar 2009 027

6 og 7 febrúar 2009 047   6 og 7 febrúar 2009 049

6 og 7 febrúar 2009 052    S5005411

 

 

 

 

 

 


Árslokafærsla

Kæru bloggvinir og aðrir lesendur blog-færslna minna Joyful

Um leið og ég óska ykkur farsældar á komandi ári, vil ég þakka ykkur fyrir "innlitið" á árinu 2008.

JÓL 2008 039            

Bestu kveðjur frá (mér) ritaranum Cool

Faktor (Áslaug Jensdóttir-Faktorshúsið í Hæstakaupstað)


Hálfrar aldar

 

 Landsbankahúsið á Ísafirði er orðið 50 ára gamalt.
Landsbanki50ara

bb.is | 15.12.2008 | 10:32Landsbankahúsið á Ísafirði 50 ára

Sögusýning opnar í útibúi Landsbankans á Ísafirði í dag í tilefni af því að húsið er orðið 50 ára gamalt. Sýningin verður opin fram yfir áramót og söguannáll Landsbankans liggur frammi, öllum að kostnaðarlausu á meðan birgðir endast. „Hér er alltaf heitt á könnunni og eitthvað góðgæti með því á meðan á sýningunni stendur og sérstaklega gott fyrsta daginn“, segir Inga Á Karlsdóttir, útibústjóri. Landsbankinn hefur starfað á Ísafirði í yfir hundrað ár. Bankinn opnaði útibú á staðnum 15. maí 1904 og var það annað útibú Landsbankans utan Reykjavíkur. Hið fyrsta opnaði á Akureyri tveimur árum áður. Útibúið flutti í nýtt og glæsilegt hús í Pólgötu í desember 1958.

Útibúið flutti úr gömlu og ófullnægjandi verslunarhúsnæði en það hafði þá flutt fimm sinnum síðan það var stofnað. Ljóst var að nýja stórhýsið var framtíðarhúsnæði bankans. Nýbyggða húsið var tvær hæðir og ris og var afar vel búið að starfsfólki og viðskiptavinum. Sérstaka athygli vakti hversu vel tækjum búin öll starfsemin var á þessum tíma. Í gjaldkera- og bókhaldsdeild voru nýtísku bókhaldsvélar og var Ísafjarðarútibúið tæknilega fullkomnasta bankaafgreiðsla sinnar tíðar. Ein slík bókhaldsvél er til sýnis í útibúinu en þetta tæki var einmitt notað á Ísafirði í mörg ár.

Bankahúsið á Ísafirði var hið síðasta af þremur sem Landsbankinn byggði yfir útibú sín í þessum stíl á sjötta áratugnum. Hin tvö voru tekin í notkun árið 1953 á Selfossi og 1954 á Akureyri. Bárður Ísleifsson er arkitekt hússins.

thelma@bb.is

 

Landsbankahúsið á Ísafirði er hálfrar aldar gamalt.  Húsið var byggt á þeim stað sem "gamla apótekið" stóð, en það var flutt þangað sem það stendur ennþá, á horn Mjallargötu og Hafnarstrætis.     

Afi minn og starfsmenn í hans fyrirtæki fluttu víst húsið, því var rennt á trjábolum og sagt að ekki hafi einu sinni farið dropi af vatni úr glasi sem stóð á borði í húsinu Whistling   

Stjúpfaðir minn sem er húsasmiður vann við að byggja "nýja húsið" sem reis á horni Hafnarstrætis og Pólgötu.  Það er Landsbankahúsið nr. 1 við Pólgötu.                                      

Við erum af sama árgangi ég og húsið Wink

Ég vann í þessu húsi frá 1978 til 1986, að undanskildu tæpu ári, þá vann ég í Aðalbankanum,  Austurstræti. 

 landsbanki300x200 

Flottar byggingar Joyful

 

 


Með essi eða zetu?

Fréttavefurinn bb.is hefur nú birt frétt um nafnið Marsellíus, hvort rithátturinn eigi að vera með "s" eða "z".  Þrátt fyrir að ég hafi svarað foreldrum barnsins með beinum hætti fyrr í þessari viku varðandi "upphaflegu nafngiftina", þá er ekki farið rétt með staðreyndir. 

Þessar fullyrðingar eru frekar kostulegar:

"nafnið Marzellíus sem þó á sér ríka hefð á Ísafirði"

"skipasmíðastöð Marzellíusar ritað með z"

"Marzelíus með einu l-i"

Ég veit að fyrsti einstaklingurinn í okkar fjölskyldu sem var skírður þessu nafni hét: Marsellíus.  Hann ritaði það með "s" og tveimur "l"síðan voru barnabörn skírð í höfuðið á honum, sem hafa ýmist ritað nöfnin sín með "z", einu eða 2 "l" .

Í þessu tilfelli er verið að yngja upp einn þessara barnabarna, hann tók það upp hjá sér að rita nafnið með "z" en heldur sig við 2 "l". Annar ritar nafnið með "z" og 1 "l", nafnið á barnabarni hans komst í gegn hjá Mannanafnanefnd.

Spurning mín er því sú hvort hér er ekki um 3 mismunandi nöfn að ræða?                      Ég lít þannig á að ekki sér verið að skíra eftir afa mínum, sem fyrstur bar þetta nafn, nema rithátturinn sé sá sami.

Ég á gestabók, þar rituðu þrír þessara aðila nafnið sitt með mismunandi hætti:

Marsellíus (afi minn)

Marzellíus (dóttursonurinn sem hér virðist eiga að yngja upp)

Marselíus (annar dóttursonur)

Skv. Þjóðskrá er einn sem ritar:

Marzelíus (barnabarnið hans heitir nú því nafni, sem var samþykkt af nefndinni)

Framburðurinn hlýtur líka að vera annar ef aðeins er 1 "l".

Ég hef gögn í höndum, til að sanna hvernig Marsellíus afi minn ritaði nafnið sitt.

Það er einnig rangt farið með varðandi Skipasmíðastöðina, hún var nefnd: "Skipasmíðastöð Marsellíusar hf", en áður (á meðan afi minn lifði) hét fyrirtækið "M.Bernharðsson hf".

Nú líður að því að opnuð verði sýning um Skipasmiðinn Marsellíus Sigurð Guðbrand Bernharðsson, en það var áhugamaður um sögu hans sem hóf þá vinnu fyrr á þessu ári.  Hann sótti um styrk til Menningarráðs Vestfjarða, sem samþykkti umsóknina.  Sýningin verður opnuð í janúar n.k.

Fréttin af bb-vefnum, systursonur Valdimars ritar fréttina á vefmiðli móðurbróður Sigríðar Wink

"bb.is | 28.11.2008 | 15:06Nafnið Marzellíus ekki gjaldgengt að mati mannanafnanefndar

Karlnafninu Marzellíus var hafnað af mannanafnanefnd á þeirri forsendu að nafnið bryti í bága við íslenskt málkerfi. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að nafnið Marzellíus geti ekki talist ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn z teljist ekki til íslenska stafrófsins þótt hann komi fyrir í nokkrum mannanöfnum sem unnið hafi sér hefð. Valdimar Birgisson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir skírðu son sinn Birgi Marzellíus Valdimarsson en mannanafnanefnd vill ekki sem fyrr segir fallast á nafnið Marzellíus sem þó á sér ríka hefð á Ísafirði. „Í fyrsta lagi þá bera einstaklingar þetta nafn auk þess var t.d. skipasmíðastöð Marzellíusar ritað með z. Einnig samþykkti nefndin fyrir einu og hálfu ári nafnið Marzelíus með einu l-i. Þetta er því klárlega mismunun að okkar mati,“ segir Valdimar Birgisson.

„Ég sé engin rök fyrir því að banna nafnið Marzellíus, þetta er einhver rökleysa. Í öðru lagi sé ég ekki af hverju ríkið á að hafa eitthvað með að gera hvað við skírum börnin okkar. Líklega er þetta hugsað sem einhver vernd fyrir börnin, að það sé verið að vernda börnin fyrir foreldrum sínum þannig að þau séu ekki lögð í einelti en ég hugsa að þetta sé misskilningur,“ segir Valdimar. Þau hjón ætla sér að halda í nafnið Marzellíus á syni sínum en Valdimar býst við að sonur þeirra verði skráður hjá mannanafnanefnd sem Birgir Valdimarsson. Valdimar er uppalinn Ísfirðingur en er búsettur á höfuðborgarsvæðinu í dag og segir hann fólk spyrja þau hjón hvort þau séu að vestan þegar þau segja þeim að sonur þeirra heitir Birgir Marzellíuz, því nafnið Marzellíus á sér ríka hefð á Ísafirði.

Mannanafnanefnd samþykkti á sama fundi kvennöfnin Karó, Petrós, Úranía og Evey. Valdimar segir það ekki sitt að dæma hvort þau nöfn eigi meira rétt á sér en Marzellíus. „Ég get haft skoðun á því hvort mér finnist þessi nöfn falleg eða ljót en það er ekki mitt að dæma og ekki ríkisins heldur. Þessi árátta ríkisins að hafa alltaf vit fyrir okkur nær hámarki í því að það heimtar að segja okkur hvað við eigum að skíra börnin okkar, það á að vera mál hver og eins. Ef barnið er ósátt við nafnið þá getur það breytt því þegar það vex úr grasi,“ segir Valdimar.
birgir@bb.is"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband