Með ömmu og afa

Þetta er eitthvað sem ég hef vitað frá upphafi, enda ólst ég upp með móður minni heitinni hjá ömmu og afa.  Það hefur örugglega mótað mig mikið.  Heimilið var fjölmennt oft á tíðum, t.d. ýmsir ættingjar, vinir, starfsmenn og viðskiptavinir fyrirtækis afa og flokksfélagar hans. 

Snemma lærði maður að bera virðingu fyrir eldra fólki, hlusta á það og læra af því.

Tíu ára afmælið mitt var haldið á heimili hinnar ömmu minnar, hún var þá sjötug og flestir afmælisgestirnir vinkonur hennar Wink  Þær urðu upp frá því ágætisvinkonur mínar líka Smile

Það er svo margt sem þetta fólk vissi og gat frætt mann um.  Ég tel mig búa vel að þeirri reynslu, og hugsa oft til þeirra með þakklæti í huga Halo

Það er yndislegt að skipa nú hópinn: "amma og afi" Heart

~lwf0003 copy

 


mbl.is Afi og amma mikilvæg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl kæra frænka.

Ó hvað þau eru sæt á myndinni.

Ég var líka svo heppin að kynnast afa og ömmu, fósturforeldrum móður minnar. Líffræðilegar ömmur og afar voru horfin á vit forfeðranna annað hvort áður en ég kom í heiminn eða stuttu síðar. Þau urðu ekki langlíf en ég ætla að vera 150 ára við góða heilsu

Ingibjörg G. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Faktor

Kæra Ingibjörg frænka!

Takk fyrir þetta!

Það er skrítið að upplifa sig í nýju hlutverki hvað þetta varðar.  Í húsinu okkar voru til skamms tíma 3-4 ættliðir í kvenlegg, þeir hafa alls verið 5 frá því að það var byggt.  Nú er ég elsti ættliðurinn, eftir að móðir mín lést fyrr á árinu.

Dóttir mín með dætur sínar býr erlendis, þannig að nú eru bara 2 ættliðir hér, þ.e. hin dóttirin og ég

Ég er búin að ná einum þriðja af markmiðinu þínu

Nú verður maður bara að notast við tæknina, skæpa, hringja og allt það

Verðum í -bandi á -bókinni

Faktor, 7.10.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband