Hvernig virkar þetta kerfi?!

Ég hef verið að fara yfir tímasetningarnar varðandi kerfið hjá Neyðarlínunni. 

Fréttirnar sem voru birtar á vefnum www.bb.is voru þrjár s.l. föstudag, eins og kemur fram í fyrri færslunni minni.  Það sem mér þótti ekki koma fram þar var, ÞAÐ KOM EKKERT SLÖKKVILIÐ. 

Ég hringdi í 112 06/11/2008 kl. 17.27.34 og fylgdist um leið og síðar með framvindu á staðnum (hjá mér) og Slökkvistöðinni (sem er í u.þ.b. 100 hundruð metra fjarlægð frá umræddum stað Shocking).  Það var enga hreyfingu þar að sjá.  Manneskjan sem lét mig vita af málinu hljóp þangað, barði allt að utan, en þar virtist enginn vera, þeir sennilega ný farnir heim í lok vinnudags.

Þegar þarna var komið sögu kallaði aldraður stjúpfaðir minn til mín, að það væru komnir logar, en það var fyrst þéttur reykur.  Ég vildi fara að taka málin í mínar hendur og reyna að slökkva eldinn, en sá gamli bannaði mér það, enda vissum við bæði að beint fyrir ofan logana væri gas Angry

Þá ákvað ég að hringja í frænda minn (kl. 17.31.43) sem er í slökkviliðinu, vissi að ég væri með númerið hans í símanum hjá mér.  Hugsunin var að hann vissi a.m.k. hvað ætti ekki að gera.  (Eftir á að hyggja virtist hann ekki hafa fengið önnur boð Errm ).  Hann brást vel við og var sennilega kominn 2 mínútum seinna.  Þá hafa verið liðnar allavegana 7-8 mínútur, en minnst 10 mínútur frá því að verknaðurinn var framinn.  Mér þætti fróðlegt að vita hvort þetta er ásættanlegt?!Shocking Errm Crying

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband