Við Austurvöll

Það er orðið langt síðan ég setti hér inn færslu.

Í þessum rituðu orðum heyri ég varla hugsanir mínar, það  eru tugir grunnskólabarna fyrir utan gluggann hjá mér, þau tala ekki saman, þó æpa hvert á annað... 

Í Suðurtanganum er ástandið óbreytt, þar vísar hver á annan og vantar enn ljós og hita í hluta húsakynnanna frá því að kveikt var í fyrir rúmlega 2 mánðuðum!  Slæmt mál fyrir þá sem málið snertirFrown 

Lífið virðist ganga sinn vanagang hérna fyrir vestan, mikið um að vera í menningarlífinu,opnun ýmissa sýninga undanfarið, útgáfumál í blóma og margir virðast ætla að njóta jólahlaðborðanna sem veitingahúsin bjóða uppá.  Þar verða margar kræsingar á borð bornar, matur og skemmtun.  Það er líka auðvelt að fá gistingu hér fyrir vestan, hagstætt að ferðast innanlands, ekki þarf að sækja um erlendan gjaldeyri, við tökum við íslenskum krónum og greiðslukortum Cool

Ég hef verið í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða undanfarið og átt samskipti við nokkra erlenda gesti.  Það er alltaf jafn ánægjulegt að finna áhuga þeirra fyrir landi okkar, Sögu og Þjóðinni.  Það sem okkur finnst venjulegt, hversdagslegt, er í þeirra augum annað og miklu meira Happy

Ég hitti "æskufélaga" minn á dögunum:

 Hæsta og Bolungarvík 1 og 2 nóvember 2008 027

Ég ólst upp á heimili þar sem þessi húsgögn voru, þau komu frá eigendum Ásgeirsverslunar á Ísafirði.  Þau eru varðveitt á svæðinu Wink

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband